Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla
á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt
annað sem tengist bílum og umferð.

Staffið okkar

bílaáhugafólk
Blýfótur
klúbbur

Blýfótur er klúbbur sem hefur skapað hlutlaust landssvæði þar sem koma saman sælkerar íslenskrar bílaflóru sem aðhyllast ákveðna eiginleika í bílum fremur en ákveðna tegund bíls. Eiginleikana er jafnvel hægt að nýta með blýþungum hægrifæti ef svo ber við.

Njáll Gunnlaugsson
ritstjóri

Njáll er reynslubolti í bílaprófunum og hefur reynsluekið bílum í hundraðatali. Hann ritstýrði DV-Bílum og tímaritinu Bílar& Sport og skrifaði einnig greinar fyrir Bílablað Morgunblaðsins. Njáll kom á fót valinu á Bíl árins árið 2001.

Jóhannes Reykdal
blaðamaður

Jóhannes byrjaði í blaðamennsku 1971 og hefur skrifað um bíla frá 1973. Sá um vikuleg skrif í Vísi, Dagblaðinu frá 1975 og síðar DV 1982 til ársins 2000, þar sem hann ritstýrði vikulegum blaðauka, DV Bílum. Undanfarin ár hefur Jóhannes verið sjálfstætt starfandi blaðamaður og þýðandi, ásamt því að hafa tekið þátt í störfum dómnefndar í vali á Bíl ársins á Íslandi.

Kristrún Tryggvadóttir
verkefnastjóri

Kristrún er vottaður verkefna- og viðburðastjóri og hefurmeðal annars komið að bílatengdum viðburðum og sýningum. Einnig skrifaði hún viðtals greinar fyrir Helgarblað DV.


Pétur R. Pétursson
vefstjóri

Pétur er forfallinn bíla- og flugáhugamaður og hefur starfað í prent- og vefgeiranum um árabil. Reynsla í ljósmyndun, textavinnu og hönnun nýtist vel í rekstrarumhverfi vefsins billinn.is. Pétur skrifar einnig greinar um bíla með ýmsum fróðleik.

Tryggvi Þormóðsson
ljósmyndari

Tryggvi Þormóðsson er reyndur ljósmyndari til margra ára. Hann vann sem ljósmyndari fyrir Tímann frá1978-80 og í Los Angeles 1980-89. Hann hefur rekið Studio76 frá 1989 og meðal annars tekið ljósmyndir fyrir DV-Bíla, Bílar & Sport og Bílablað Morgunblaðsins á þessum tíma.

bílar eru okkar ástríða

Reynsluakstur, greinar og allt sem tengist bílum.

Billinn.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis. Við fjöllum einnig um mannlega þáttinn eins og færi gefst, tökum viðtöl, veltum fyrir okkur umferðar málefnum og skoðum allt það sem tengis tbílum og akstri þeirra. Við fögnum því einnig að fá sent gott efni frá lesendum okkar.

Við skrifum um bíla

Við fjöllum einnig um mannlega þáttinn eins og færi gefst, tökum viðtöl, veltum fyrir okkur umferðarmálefnum og skoðum allt það sem tengist bílum og akstri þeirra. Við fögnum því einnig að fá sent gott efni frá lesendum okkar.

Skref 1. Nýr bíll

Við erum vel vakandi yfir því nýjasta á bílamarkaðinum.
Umboðin kynna jafnt og þétt nýja bíla og við fylgjumst vel með. Markmiðið er að þú njótir sem fjölbreyttustu upplýsinga þannig að þú getir tekið rétta ákvörðun.

01

Skref 2. Bílatengt efni

Staffið okkar er ávallt með kveikt á radarnum. Við fylgjumst með erlendum vefum ásamt því að vera áksrifendur af helst greinum um þróun og nýjungar á bílamarkaði.

02

Skref 3. Greinaskrif og ljósmyndun

Við erum hópur áhugafólks um bíla með fjölbreytta reynslu. Við prófum bíla og skrifum um upplifun okkar. Það gerum við eins einlæglega og okkur er unnt og fylgjum aðeins okkar eigin sannfæringu í þeim efnum.

03

Skref 4. Birt á vefnum

Á vefnum okkar er að finna fjölbreytt efni umfjallana og greina. Efnið er höfundarréttarvarið og á fulla ábyrgð starfsmanna billinn.is.

04

Við bjóðum ykkur velkomin