Njáll Gunnlaugsson

billinn@billinn.is

Ekkert lamb að leika sér við

Þegar glampar svona fallega á bílinn sést vel hvað hjólaskálarnar eruvíðar til að rúma 315 mm breið dekkin og allt að 22 tommu felgur.

Urus er nafn á stórhyrndum uxa sem var forfaðir kúakyns í Evrópu, en Lamborghini hefur alla tíð notað nautsnöfn á bíla sína. Raunar er ekkert sem minnir mann á uxa þegar horft er á fagurlega skapaðar línur Lamborghini Urus. Þær minna mann frekar á fagra fyrirsætu sem er samt ekkert lamb að leika sér við. Fyrirfram var undirritaður auðvitað búinn að kynna sér helstu tölur um bílinn og því var talsverð eftirvænting að prófa þennan bíl. Ekki minnkaði eftirvæntingin þegar bílarnir renndu í hlað fyrir utan Heklu og það leyndi sér ekkert á hljóðinu að hér fór bíll sem lét fara fyrir sér.

Einn hraðskreiðasti jeppi í heimi

Afturendinn er beggjablands, úr fjarlægð gæti hann verið af hvaða jeppling sem er. Þegar nær dregurkoma þó smáatriðin í ljós eins og fjögurra stúta púst og lokftkæliraufar fyriraftan afturhjól.

Vélin í Urus er ekki V10 eða V12 eins og í flestum Lamborghini bílum, heldur kemur hún frá Audi. Hún er fjögurra lítra V8 með tveimur forþjöppum og skilar 650 hestöflum. Þetta er í grunninn sama vél og í Cayenne Turbo nema að hún er tæpum hundrað hestöflum kraftmeiri. Hámarkshraðinn er hvorki meira né minna en 305 km á klst sem er ansi gott fyrir jeppa enda er Urus einn hraðskreiðasti jeppi sem framleiddur hefur verið. Bíllinn hagar sér samt ekki eins og jeppi í akstri. Hann er eins og límdur á veginn með 315 mm breiðum dekkjunum. Togið er tilkomu mikð en vélin skilar mest 850 Newton metrum við 2.250-4.500 snúninga. Hröðunin er þvíall svakaleg eða 3,6 sekúndur í Launch Control. Venjulega skilar bíllinn 60% af aflinu í afturdekkin en allt að 87% af aflinu getur farið þangað. Hægt er aðvelja um margar aksturs stillingar með því að fletta gegnum takka vinstra megin við skiptinguna. Sá hluti skiptingarinnar heitir Anima og sem þýðir einfaldlega Sál á ítölsku. Valið stendur á milli Strada (Gata), Sport, Corsa (Braut), Sabba (Sandur), Terra (Utan vega) og Neve (Snjór). Hægra megin er svo hægt að velja sína eigin aksturs stillingu og á það vel við að kalla þann hluta Ego. Hvernig maður setur bílinn í gír er reyndar alveg sér kapítuli í þessum bíl. Hægt er aðvelja Park og Manual með tökkum sitt hvoru megin við start hnappinn, sem er með rauðum flipa yfir eins og í öðrum Lamborghini bílum. Til að setja bílinn í fyrsta gír þarf að ýta á plús flipann í stýrisskiptingunni. Bakkgírinn er svo eins og handbremsa í fyrirferð sinni. 

Jeppi sem elskar brautarakstur

Mælaborðið tekur breytingum eftir aksturstillingum bílsins, Til að myndasýnir hann stóran snúningshraðamæli og G-þyngdaraflsmæli í brautarstillingunni.

Reynsluakstur á Urus fór um víðan völl og ekin var Mosfellsheiði á Þingvöll, Lyngdalsheiði á Gullfoss og Geysi, Reykholt og Selfoss og svo Suðurstrandaveginn á leiðinni í bæinn aftur. Satt best að segja eru sveitavegir með 90 km hámarkshraða ekki það sem þessi bíll var hugsaður fyrir. Heldur ekki grófir vegir eða torfærur. Til þess er bíllinn einfaldlega of stífur og dekkin of stór og hörð. Fjöðrunin er á loftpúðum en mesta hæð bílsins er 250 mm. Auk þess er Urus með fjórhjólastýringu sem á að hjálpa honum bæði á malbiki eða utanvega. Jafnskrýtið og það hljómar er þetta bíll sem elskar brautarakstur og er án efa lang sportlegasti jeppi sem undirritaður hefur prófað. Hann haggast varla í kröppum beygjudansi og ef maður er nógu kjarkaður til að hafa hann í Corsastillingunni með slökkt á spólvörninni eykst skemmtanagildið um allan helming. Þegar kemur að því að stoppa bílinn eru bremsurnar í Urus eitthvað sem sést ekki á hverjum degi. Undir honum eru stærstu keramik bremsur sem sést hafa í bíl, svo einfalt er það. Prófunarbíllinn var einmitt búinn þannig bremsum en diskurinn að framan er 440 mm breiður, sem er á stærð við átján tommu pizzu. Að framan eru tíu stimpla dælur og sex stimpla að aftan.

Upptakið í Urus er 3,6 sekúndur í hundraðið sem þykir gott fyrir öflugan sportbíl svo að eitt er víst að hann elskar malbikið þessi.

En hvernig er fyrirsætan í tölum?

Eins og með allar fyrirsætur skiptir miklu máli að þær séu í réttum málum. Urus er til að mynda mun léttari en keppinautarnir, sem eru Porsche Cayenne Turbo, Bentley Bentaygaog Rolls-Royce Cullinan. Urus er aðeins 2.200 kg enda notar hann koltrefjablöndur í mun meira mæli. Samt er hann á sama undirvagni og Audi Q7 ogVW Touareg. Urus er ekki lítill bíll þegar maður skoðar tölur, til að mynda er hjólhafið meira en þrír metrar. Breiddin er meira en tveir metrar og lengdin meira en fimm, en allt eru þetta tölur sem maður sér ekki nema í bílum í yfirstærð. Urus er því rúmgóður á alla kanta og hvergi skortur á rými, nema ef vera skyldi í miðjusæti. Það kemur til af því að enda sætin eru stór og rúmgóð sem bitnar á miðjusætinu. Einnig er hægt að fá bílinn í fjögurra sæta útgáfu svo að líklega hafa hönnuðir Lamborghini ekkert verið að velta fyrir sér fimmta farþeganum. Farþegarýmið í fimm sæta útgáfunni er 616 lítrar sem er líka mjög gott. Það verður gaman að sjá hvort einhver kaupi bílinn með þessum 40 milljón króna verðmiða sem á honum er. Hann getur þá verið viss um að þessi Lamborghini kemst allavega yfir hraðahindranir Reykjavíkurborgar sem hinir ættingjar hansgeta örugglega ekki.

Stærstu keramik bremsur sem framleiddar hafa verið í bíl fyrir almennan markað, enda fylla þessar 18 tommur vel út í 21 tommu breiða felguna.

Tækniupplýsingar

 

Verð: 40.000.000kr.                

 

Vél: 3996rsm V8 

Hestöfl: 650 við 6000 sn.

Newtonmetrar: 850 við 2250-4500 sn.

0-100 k á klst: 3,6 sek.

Hámarkshraði: 305 km

CO2: 292g/km

Eigin þyngd: 2200kg      

L/B/H 5112/2016/1638mm

Eyðsla bl ak: 12,6l/100 km

Hér kemur auglýsing

Einhver linkur