Njáll Gunnlaugsson

billinn@billinn.is

Bíll sem heitir Volvo

Fyrir skemmstu fór blaðamaður billinn.is í Brimborg að sækja nýjan Volvo V60 sem er um það bil að koma á markað hérlendis. Bíllinn var falinn niður í kjallaranum á Bíldshöfða því hann hafði ekki verið frumsýndur ennþá. Þegar bíllinn mætti augum blaðamannsins vakti útlit hans og umfang strax athygli, og svo líka bílnúmerið. Svo skemmtilega vildi til að það var með stafina OVE, en maður sem heitir Ove hafði reyndar dálæti á annarri sænskri bílategund, nefnilega Saab en sætti sig við Volvo.

Bæði fram- og sérstaklega afturendi bílsins svipar töluvert til XC60 bílsins með sínum sportlegu en samt fáguðu línum.

Fimmti bíllinn á nýja undirvagninum

Volvo V60 er byggður á sama breytanlega SPA (Scaleable Product Architecture) undirvagninum og stóri bróðir hans V90. V60 er fimmta módelið til að koma á þessum undirvangi, en fyrir eru XC90, XC60, V90 og S90. Volvo XC40 kemur á hinum sameiginlega CMA undirvagni sem þróaður er með kínverska framleiðandanum Geely. Að því sögðu er nýr S60 einnig kominn á markað erlendis en hann er væntanlegur til Íslands snemma næsta vor. SPA bílarnir bygg-ja allir á sömu fjöðrun, tveggja lítra þverstæðri vél og átta þrepa sjálfskiptingu eða sex gíra beinskiptingu. Helstu kep-pinautar þessa bíls eru Audi A4 Avant, Mercedes-Benz C-lína og ný BMW 3-lína. Volvo V60 gerir vel í þeim sa-manburði stærðarlega. Hjólhaf hans eru heilir 2872 millimetrar sem þýðir að fótarými í aftursætum er mjög gott og gott að athafna sig þar. Þar hjálpar líka undirvagninn með þverstæðu vélinni frammí. Rúsínan í pylsuendanum er svo stærsta farangursrýmið í flokknum eða 529 lítrar, sem stækkar í 1441 lítra með aftursætin lögð niður. Ekki svo sem við öðru að búast í bíl sem er lengri en keppinautarnir og breiðari líka. Það besta við bílinn eru samt sætin og þá sér í lagi framsætin, en þau eru fjölstillanleg með lengingu á setu og stillanlegan mjóbaks- og hliðarstuðning. Öll aðstaða ökumanns er til fyrirmyndar og hvergi blett að finna á neinu þar. Ef ætti að vera hægt að setja út á eitthvað er það að stillanleiki framsætanna er það mikill að þegar þau eru komin í neðstu og öftustu stöðu er breiður B-bitinn farinn að flækjast vel fyrir útstigi ökumanns.

Farangursrýmið er aðgengilegt og það stærsta í flokknum eða 529 lítrar, sem stækkar í 1441 lítra með aftursætin lögð niður.

Fágaður en samt sportlegur

Við fengum 187 hestafla D4 dísilbíl í Inscription útgáfu. Vélin er hljóðlát og lætur lítið fara fyrir sér í hægagangi. Greinilegt er að búið er að vinna mikið í að minnka titring frá vélinni eins og risastórir mótorpúðar sýna. Hægt er að velja akstursham, Eco, Normal eða Dynamic en í Dynamic er bíllinn mun sneggri af stað og lengur að skipta sér. Ekki er þó gott að nota þá stillingu nema í upptakinu því hann keyrir of lengi á snúning þegar hann er kominn á meiri hraða. Fjöðrunin er stillanleg en ekki með loftpúðum heldur hefðbundnum stillanlegum dempurum. Í Dynamic stillingunni er bíllinn ákaflega stöðugur fyrir bíl af þessari þyngd og stærðargráðu og þar njóta sportlegir eiginleikar sér hans vel. Fyrir bíl af þessari stærðargráðu er V60 góður akstursbíll sem sómir sér vel á meðal keppinautanna. Sættir maður sig við þennan nýja Volvo líkt og Ove gerði? Já, og gott betur. Verðið á Volvo V60 byrjar í 6.190.000 kr. sem er gott verð samanborið við Audi og Mercedes-Benz. Ódýrasti Audi A4 sem í boði er kostar 6.350.000 kr og

D4 dísilvélin er kröftug en samt þýðgeng enda hefur verið lögð mikil vinna í að einangra hana frá farþegarýminu

Tækniupplýsingar

Verð: 6.190.000 kr.

Vél: 1969 rsm 4ra strokka þverstæð

Hestöfl: 187 við 4250 sn.

Newtonmetrar: 400 við 1700-2500 sn.

0-100 k á klst: 7,6 sek.

Hámarkshraði: 220 km

CO2: 119 g/km

Eigin þyngd: 1669 kg

L/B/H 4761/1850/1427 mm

Eyðsla bl. ak: 4,5 l/100 km

Það er ekkert nýtt innandyra í V60 og sama fágaða yfirbragð og í XC60 sem dæmi. Kostur er að fjölstillanlegum sætum með lengingu á setu og þykku og áferðargóðu stýrishjólinu.

Ljósmyndir: Tryggvi Þormóðsson

Hér kemur auglýsing

Einhver linkur