Það styttist í að nýr VW T-Cross verði frumsýndur en hann mun koma fyrir almenningssjónir næstkomandi fimmtudag. Nýjasta myndbandið frá VW sýnir bílinn að nokkru leyti en bíllinn verður aðeins minni en T-Roc og tekur í raun og veru við af VW Cross Polo. Farþegar munu sitja 4 sentimetrum hærra í T-Cross og útlit hans mun svipa mjög til stærri bróður síns T-Roc eins og sjá má.