VW setur markið á met fyrir rafbíla á Nurburgring

VW I.D.R. vinningshafinn frá Pikes Peak fjallakappakstrinum mun fá að reyna sig við hraðamet á hinum fræga Nurburgring í sumar. Bíllinn er nú í þróun fyrir mettilraunina en bíllinn sem á metið í dag er NIO EP9 sem fór hringinn á 6 mín 45,9 sek árið 2017. Volkswagen I.D.R. er knúinn tveimur rafmótorum og skilar 671 hestafli. Bíllinn ásamt ökumanni er aðeins 1.100 kr og hann er snöggur í hundraðið, fer það á aðeins 2,25 sekúndum. Það mun reyna á loftflæðideild VW fyrir þessa tilraun, meðal annars vegna mun á loftþrýstingi á Pikes Peak og Nurburgring, en einnig er hin fræga Nordschleife alræmd fyrir erfið skilyrði og allir bílar sem þar aka þurfa öflugt niðurtog í loftflæði.

VW I.D.R.