Volkswagen samsteypan hyggur á framleiðslu á 50 milljónum rafbíla

-Segjast vera búnir að tryggja sér rafhlöður í þessa framleiðslu

Myndin er af hugmyndabíl VW ID Vizzion Concept

Það hafa þegar verið birtar fréttir um að Volkswagen hefur haft uppi miklar áætlanir varðandi rafbílaframleiðslu en samkvæmt síðustu fréttum eru þessar áætlanir enn meira spennandi fréttir fyrir áhugamenn um rafbíla.

Samkvæmt því sem haft er eftir Herbert Diess, forstjóra VW Group, er fyrirtækið tilbúið til að takast á við framleiðslu á 50 milljón rafknúinna ökutækja. Hann segir að í pípunum séu 50 milljónir rafbíla. Hann bætti við að innkaup á rafhlöðum hafi einnig verið gerð til að takast á við þennan fjölda.

„Við höfum keypt rafhlöður fyrir 50 milljón ökutæki“, sagði Diess á dögunum í Þýskalandi. Þetta er mikill fjöldi þegar það er haft í huga að VW Group seldi alls 10,7 milljónir bíla á síðasta ári.

Diess segir að VW muni bjóða upp á sterkt vöruframboð í rafknúnum bílum. Að sögn Diess vill VW takast á við Tesla með verðlagningu sem verður tekið eftir. "Við munum vera ódýrari en Tesla, og þá munum við hafa meiri hagkvæmni hvað varðar stærð“, sagði Herbert Diess. Hann bætti því við að VW muni hafa „mjög mikla breidd í framleiðslu rafmagnsbíla“.

Þessir 50 milljón rafbílar eru fræðilegt langtímamarkmið fyrir rafbíla hjá VW. Til samanburðar hafur núverandi framboð VW Group myndað sölu á 50 milljónum ökutækja sem ná yfir margar tegundir og margra ára sölu. Mikill meirihluti þessarar sölu eru ökutæki með hefðbundnum brennsluvélum.

VW hefur sett til hliðar 50 milljarða evra til að kaupa rafhlöður fyrir fyrirhugaða 50 milljónir bíla. Í síðustu viku kom fram að VW stefnir að því að bjóða upp á rafbíl fyrir allt að € 20.000 (um 2,7 milljónir króna).