Volkswagen hættir framleiðslu á Bjöllunni í Mexíkó og framleiða jeppa í staðinn

Í júlí rúlluðu síðustu eintökin af Bjöllunni frá Voilkswagen af færibandinu í verksmiðjum VW í Puebla í Mexíkó, endir ferðalags bíls sem náði frá Þýskalandi nasista í gegnum hippatímabilið en náði ekki að fanga smekk neytenda á tímum „crossover“-bíla og jeppa.

Síðasta Bjallan sem rann af færibandinu var sýnd við hátíðlega athöfn sem markar lok framleiðslu í verksmiðjunum í Puebla, Mexíkó.
Síðustu framleiðslulotunni var fagnað af mariachi hljómsveit og umkringd stoltum starfsmönnum verksmiðjum VW í Puebla fylki Mexíkó meira en 80 árum eftir að frumgerðin var kynnt í Þýskalandi.

Stepan Reiche, forstjóri Volkswagen Mexíkó, segir að Puebla-verksmiðjan, sem nú þegar framleiðir Tiguan crossover frá VW, muni smíða Tarek crossover í stað Beetle seinni hluta ársins 2020. Stærri farartækin eru vinsælli í Bandaríkjunum, sem eru helsti útflutningsmarkaður verksmiðjunnar í Mexíkó.

Síðustu bílarnir seldir á Amazon

Síðustu bjöllurnar verða seldar á Amazon.com, og með mun fyrirtækið líta til framtíðarinnar, sagði Reiche.

„Í dag er síðasti dagurinn. Þetta hefur verið mjög tilfinningasamt“, sagði hann. Verksmiðjan í Mexíkó hafði sett saman Beetle – sem hætti og var síðar endurvakin í Bandaríkjunum - síðan 1997.

„Bjallan“, eins og bíllinn var kallaður, var frumsýndur árið 1938 sem hagkvæmt ökutæki sem Adolf Hitler lét smíða til að stuðla að bílaeign meðal Þjóðverja.

Með sinni einkennilegu hönnun og ódýru verði varð átti bíllinn velgengni að fagna á næstu áratugum og var ein af söluhæstu gerðum allra tíma sem og mest seldi innflutti bíllinn í Bandaríkjunum á sjöunda áratug síðustu aldar, samkvæmt bílablöðum.

Á sjöunda áratugnum var Beetle táknmynd „lítið-er-fallegt“ Baby Boom kynslóðarinnar. Kvikmyndin „The Love Bug“ frá 1968, eða Herbie eins og margir þekkja aðalsöguhetjuna, jók enn á vinsældir bjöllunar.

Þrátt fyrir sitt sæti í vinsælli menningu hefur salan á Bjöllunni verið lítil undanfarin ár. Þýski bílaframleiðandinn tilkynnti í september að framleiðslunni yrði senn hætt, og nú hafa sem sagt síðustu bílarnir rúllað af færibandinu í Mexíkó.

(byggt á Automotive News Europe)