Volkswagen dagurinn 2019

Næstkomandi laugardag, 18. maí 2019, verður hinn árlegi Volkswagen dagurinn haldinn hátíðlegur milli klukkan 12 og 16.

Sara Björk landsliðskona í fótbolta og tvöfaldur Þýskalandsmeistari verður á staðnum milli klukkan 12 og 14 þar sem hún áritar spjöld, spjallar við krakkana og setur af stað skemmtilegan leik þar sem reynir á hittnina.
Veltibíllinn sívinsæli verður á staðnum ásamt því að gestum og gangandi verður boðið upp á ilmandi kaffi frá Kaffitár og vöfflur frá Vöfflubílnum.

Við þetta skemmtilega tilefni frumsýnir Volkswagen T-Cross, nýjasta jepplinginn í jeppafjölskyldunni. T-Cross er örlítið minni en T-Roc sem hefur notið mikillar hylli síðan hann var frumsýndur hér á landi í fyrra. T-Cross er eyðslugrannur, afar sprækur og sérstaklega skemmtilegur, framhjóladrifinn jepplingur sem hægt er að fá í þrenns konar útfærslum, bæði beinskiptan og sjálfskiptan. Meðal staðalbúnaðar í T-Cross má nefna sjálfvirka neyðarhemlun, akreinavara, fjarlægðaskynjara, margmiðlunartæki með 6,5“ snertiskjá, aðgerðastýri, LED dagljós og LED afturljós.

Í Life-útfærslunni, sem er millitýpan af T-Cross, bætast við alls konar þægindi eins og bakkmyndavél, margmiðlunartæki með 8“ snertiskjá, App Connect snjallsímatenging, þráðlaus farsímahleðsla, regnskynjari, 16“ álfelgur og margt fleira. „T-Cross er eiginlega hinn fullkomni borgarjeppi,“ segir Jóhann Ingi Magnússon vörumerkjastjóri Volkswagen.

„Volkswagen dagurinn hefur verið haldinn árlega nú í nokkur ár og það hefur myndast skemmtileg stemning í kringum þennan dag. Að þessu sinni eru mörg tíðindi og heldur betur ástæða til að fagna frumsýningu þessa skemmtilega jepplings. Í síðustu viku hófum við forsölu á rafmagnsbílnum ID. 3 sem hefur farið fram úr væntingum.

Fólk er mjög forvitið um alrafmagnaða bíla og til að mæta kröfum áhugasamra verður tæknimaður á staðnum á Volkswagen deginum til að svara öllum tæknilegum spurningum. Við vonum að sem flestir líti við, þiggi léttar veitingar og njóti dagsins með okkur,“ segir Jóhann Ingi.