Einn framkvæmdastjóra VW segir að „vendipunktur“ sé að nálgast“ fyrir rafknúin ökutæki

Við frumsýningu verður verðið á VW ID3 undir 40.000 evrum í Þýskalandi (5,5 milljónum ISK).

Verð á rafbílum sem nota rafgeyma eingöngu mun brátt ná jafnvægi við bíla með brunahreyflum, og mun verða sá vendipunktur sem kemur með víðtækt samþykki markaðarins varðandi nýja tækni - og sá veltipunktur er nær en hann kann að virðast, sagði Reinhard Fischer, einn af stjórnendum Volkswagen Group sem stýrir stefnu fyrir VW vörumerkið í Norður-Ameríku.

Fischer sagði þetta við Automotive News Europe á ráðstefnu CAR Management í Michigan í Bandaríkjunum að 50 milljarða dollara átak Volkswagen varðandi framleiðslu rafbíla muni færa framleiðslu á nýjum bílum yfir til rafbíla og þrýsta á kostnaðinn að þeim punkti þar sem þeir ná jöfnuðuði við ökutæki sem knúin eru af brunahreyflum. .

„Við teljum eindregið að vendipunkturinn sé nálægt og að veltipunkturinn verði eigið fé“ sem mun knýja nýja neytendur til rafbíla.

„Þegar þú sigrast á ótta við eitthvað nýtt er rafbíllinn betri kosturinn fyrir þig,“ sagði hann.

Tólf vörumerki VW, þar á meðal Audi, Porsche og Bentley, sögðust í mars ætla að kynna næstum 70 nýja rafmagnsbíla um allan heim árið 2028 og sem munu ná yfir 22 milljónir rafknúinna ökutækja.

Í maí opinberaði VW verðlagningu og akstursvið fyrir fyrsta fjöldaframleidda rafbílinn, ID3. Þessi nýi rafbíll, ID3, verður verðlagður við frumsýninguna undir 40.000 evrum í Þýskalandi (samsvarar 5,5 milljónum ISK), að undanskildum hvata stjórnvalda. Aðrar útgáfur ID3 munu verða fáanlegar, þar á meðal grunngerðin sem er verðlögð undir 30.000 evrum (4,1 milljón ISK), um það bil það sama og dísilgerð af Golf.

„Ég held ekki að það muni þurfa mikið til að sannfæra fólk“, sagði Fischer. „Það er grundvallar forvitni. Allir sjá útkomuna“.

„Þegar þú reiknar dæmið þá kostar það að helmingi minna að eiga rafmagnsbíl miðað við það sem það kostar að eiga bensínbíl.“

En í nýlegum rýnihópum fyrir vörumerki VW, sem voru haldnir í aðdraganda þess að ráðist var í áætlaða fjölgun rafbíla, fann fyrirtækið fleiri vandamál sem það verður að komast yfir hjá neytendum.

„Enn er óttast að keyra rafbíla í gegnum vatn,“ sagði Fischer. „Í 50 ár höfum við upplýst fólk um að rafmagn og vatn blandast ekki saman.“

Annað vandamál: „Nú hefur verið skipt út kvíða varðandi akstursdrægni fyrir kvíða varðandi hleðslu rafbíla“, sagði Fischer. En hann sagði að sagan sýni að þetta vandamál muni líða hjá.

„Fyrir hundrað árum var bensín selt í apótekum. Í dag höfum við 122.000 bensínstöðvar í Bandaríkjunum. Það er breytt úr vöru með takmarkað framboð í almenna söluvöru“, sagði Fischer. „Hleðsla rafbíla mun þróast á nákvæmlega sama hátt“.