Flott útlit, fimm „Skyactiv“ vélar og aldrif meða helstu nýjunga

Vel heppnuð endurhönnun á Mazda 3 frumsýnd á bílasýningunni í Los Angeles

Á dögunum sögðum við frá því að alveg ný og endurhönnuð gerð Mazda3 yrði frumsýnd á bílasýningunni í Los Angeles, sem opnar formlega á föstudaginn, en þessa viku hafa blaðamenn fengið að sjá það sem verður í boði og þar á meðal hinn nýja Mazda3.

Nýtt útlit, nýja línur en óumdeilanlega er þetta nýr Mazda3.

Fágað og flott útlit

Og það kom í ljós að þeir hjá Mazda voru ekki að segja ósatt – 2019-árgerð Mazda3 er endurbætt framleiðsluútgáfa á „Kai“-hugmyndabílnum sem sýndur var á Tokyo Auto Show á síðasta ári. Jafnt í hlaðbaks- og fólksbílsútgáfu eru allir fljótir að sjá að hér er Mazda3 á ferð. Málin breytast lítið: Hjólhafið eykst um 2,5 cm, hlaðbakurinn heldur sinni stærð, en hæðin lækkar um tommu; í fólksbílsútgáfunni heldur bíllinn sömu breidd en er 82 mm lengri og 18 mm lægri. Engu að síður hefur útlitið þróast ásamt fullt af smáatriðum, sem skilar miklu öflugri og meira áberandi hlaðbak og fágaðri og fullkomnari fólksbíl.

Hér hafa hönnuðir Mazda komið fram með bíl með útlínur sem gefa bílnum nýtt yfirbragð, sem endurskilgreinir útlit og nærveru Mazda3. Hin nýja gerð eyðir línum og upphleyptum atriðum svo að allar línur eru mun mýkri. Á hvorri hlið stærri grills fá linsuljósker nýtt útlit. Í stað þess að vera bara látlaus silfurrönd, gefa gulbrún stefnuljósin nýtt útlit. Afturljósin eru líka komin með nýtt yfirbragð, tvöföld ljós sem eru líklega með enn áhrifameira útlit að nóttu til. Á fólksbílnum eru afturljósin með fágaðri umgjörð.

Þetta er hugmyndin sem þetta byggist allt á: „Kai“-hugmyndabíllinn sem var sýndur á bílasýningunni í Tokyó fyrir ári.

Mikið lagt í innanrýmið

Það er sama á við um innanrýmið, hönnun sem er byggð á niðurstöðum ítarlega rannsókna Mazda á þörfum notenda. Flatara mælaborð leggur áherslu á hreinar láréttar línur. Nýtt stýri með silfurlit í örmum hnöppum, silfurlitur í hnöppum og í mælaborði. Skiptingin situr hærra og lengra fram, sem auðveldar ökumanni að færa hönd frá stýrinu til handfangsins. Til að hækka skynjun á „lúxus“ er miðjustokkurinn með svarta laserinngreypta húðun sem myndar svipað „glært útlit“ og er í nýju BMW X5 og X7. Bollahöldur eru nú fyrir framan gírstöngina og armpúðinn er lengri. Það vakti athygli blaðamanna á sýningunni að stafræna mælaborðið sem myndir sáust af fyrr á árinu er ekki komið hér í Mazda3.

Kaupendur sem kjósa að fá tauáklæði fá nýjan „Greige“- lit, sem er blanda af gráum og beige. Mazda hannaði nýtt leðuráklæði með brotum af mismunandi dýpi og formum eftir því hvar það er komið fyrir. Hlaðbakurinn verður einn í boði með „Burgundy“-leðuráklæði innan, og „Polymetal“gráum lit að utan.

Hlaðbakurinn er kominn með nýtt og mýkra útlit.
Það sést enn betur á afturendanum að hönnun Mazda3 hlaðbaksins er alveg ný.

Betri hljóðvist

7-tommu snertiskjárinn stækkar í 8,8 tommu einingu með nýtt valmyndarkerfi til að auðvelda stjórnina. Hátalarar voru fluttir til að koma með betri hljóðvist frá staðalgerðinni sem er með átta hátalara og valfrjálsum 12 hátalara Bose hljóðkerfum. Talandi um hljóð, nýtt tveggja laga gólfinu í bílnum og færri op í teppi, auk betra ísogs á hljóði í toppklæðningu og gólfmottum, allt þetta tryggir hlóðlátara innanrými.

Afturljósin eru komin með alveg nýtt útlit.
Fólksbíllinn er með mun fágaðri línur í útliti.
Að aftan undirstrika innfelld afturljósin sem ná út til hliðar enn frekar nýju línuna í útlitinu.

Betri sæti

Af öðrum endurbótum í Mazda3 má nefna sætin sem eru mótaðar til að halda við „S“-lögun líkamans "S" lögun og hallanlegir sætispúðar eru staðalbúnaður. Loftpúðar fyrir hné eru nú staðalbúnaður, og ökumannshjálp sem er aukabúnaður innifelur aðvörun varðandi umferð fyrir framan og aðlagaður skriðstillir sem virkar í „stöðva-og-aka“-stillingu. Rúðuþurrkan ökumannsmegin þurrkar af rúðunni alveg út að brún á rúðu og rúðusprautur eru á þurrkuarninum. Valfrjálsi ökumannsvöktunarbúnaðurinn notar tvö innrauð kerfi til að „vakta“ svefnhöfgi verð ökumaður syfjaður undir stýri. Nýr búnaður „Mazda Connect“ mun ekki aðeins vera með stafræna eigendahandbók  því viðvörunarljós munu gefa til kynna svið bilunar og tengja beint við viðkomandi hluta í handbók bílsins.

Gírskiptistönginn hefur verið færð framar og armpúðinn í miðju stækkaður.
Innanrýmið er allt með einföldum og skýrum línum.

Nýjar „Skyactiv“-vélar

Mazda mun bjóða 1,5, 2,0 og 2,5 lítra Skyactiv-G bensínvélar og 1,8 lítra Skyactiv-D, öallar með nýjungar sem bæta afköst og eldsneytiseyðslu en það er ekki ljóst hvort bandaríski markaðurinn mun fá allar þessar gerðir. Fimmti valkosturinn verður ný Skyactiv-X fjögurra strokka vél. Handskiptur gírkassi verður áfram til staðar sem valkostur. Stífari yfirbygging með 10 sinnum sterkara stáli og endurskoðuð fjöðrun, bæta aksturinn. MacPherson gormafjöðrun er áfram að framan en sumir kunna að verða fyrir vonbrigðum þar sem Mazda hefur hætt með núverandi „multilink“-fjöðrun að aftan og skipt yfir í snúningsfjörðun. Ný dekk, 16- og 18 tommu valkostir, veita betri aksturseiginleika.

Sætin í þessum nýja Mazda3 voru endurhönnuð frá grunni til að veita meiri stuðning í akstri.

i-Activ aldrif

Japanski bílaframleiðandinn hlustaði á markaðinn og i-Activ AWD (aldrif) bættist á valkostalistann, en Mazda hefur ekki gefið upp hvaða vélar verða paraðar við aldrifið. AWD kerfið hefur verið endurbætt með kerfi sem Mazda kallar „uppgötvun lóðrétts álags á hjól“ en fram kom í frásögnum af þessum nýja bíl að menn eru ekki vissir um hvernig þetta hefur áhrif á aksturinn og uppfærða hemla.

Fjörðun hefur verið breytt í Mazda3 – McPherson gormafjörðun er enn að framan, en snúningsfjöðrun er komin að aftan í staðinn fyrir „multilink“-fjöðrunina sem var í gamla Mazda3.

Myndir: www.autoblog.com