TOYOTA GAZOO Racing mun sýna GR Supra Super GT hugmyndabíl á Tokyo Auto Salon

TOYOTA GAZOO Racing mun sýna hugmynd að þessum sportbíl á Tokyo Auto Salon 2019, sem haldin er í Makuhari-sýningarhöllinni í nágrenni Tókýó í Japan í þrjá daga frá 11. janúar til 13. janúar. Fyrsta daginn fá aðeins blaðamenn og fólk frá bílaiðnaðinum aðgang, en hina tvo dagana er sýningin opin almenningi.

GR Supra Super GT Concept – aðeins sem skuggamynd – en raunveruleikinn mun birtast okkur þann 11. janúar næstkomandi

TOYOTA GAZOO Racing miðar að því í gegnum mótorsportsverkefni sín til að þróa bíla sína og fólk með það að markmiði að „framleiða sífellt betri bíla“. Fyrirtækið tekur þátt í keppnum í efstu flokkum, þar á meðal FIA World Rally Championship (WRC) og FIA World Endurance Championship (WEC), sem og landskeppnum og kappakstri. Tækni og kunnátta sem safnað er með þessari starfsemi er síðan nýtt í þróun nýrra bíla í fjöldaframleiðslu.

TOYOTA GAZOO Racing valdi þemað "frá fortíð til framtíðar" fyrir Tokyo Auto Salon 2019 og mun sýna það helsta sem snýr að þessum þáttum.

Yaris WRC, TS050 Hybrid og 2019 Lexus LC

Sýningarbílar eru Yaris WRC, TS050 Hybrid og 2019 Lexus LC Nürburgring-gerð, en allir þessir bílar munu keppa í keppnum í efsta flokki á næsta ári. Supra-bíll sem tók þátt í fyrri aksturskeppnun á heimavígstöðvum ásamt GR Supra Super GT hugmyndabílnum sem fjallað var um hér að framan, verða einnig á sýningarbásnum í Makuhari-sýningarhöllinni í nágrenni Tókýó.