Toyota frumsýnir Supra keppnisbíl í Genf

Toyota mun frumsýna útgáfu af nýjum Supra í keppnisgerð fyrir GT4 kappaksturinn. Bíllinn mun uppfylla allar kröfur FIA og vera með endurhönnuðum loftflæðipakka. Hluti yfirbyggingarinnar er smíðaður úr hampi í stað koltrefja til að minnka kolefnafótspor bílsins.

Bíllinn er lægri og lengri en hefðbundin GR Supra og kemur á 18 tommu keppnisfelgum með keppnisslikkum, og undir honum eru öflugri Brembo bremsur, stífari gormar og demparar.

Vélin er sú sama, þriggja lítra með forþjöppu og sendir aflið gegnum sjálfskiptinfu út í afturdrif með tregðulæsingu.. Toyota hefur ekki látið frá sér tölur um afl vélarinnar í þessari útgáfu.