Þrír hugmyndabílar frá Mitsubishi á bílasýningunni í Tókýó í janúar

Þar á meðal spennandi útgáfa af Delica D: 5 van - en einnig  Outlander PHEV og Eclipse Cross

Enn sem fyrr þá smíðar Mitsubishi enn nokkra spennandi bíla, meðal þeirra eru ökutæki eins og Delica D: 5 van. Mitsubishi mun sýna þennan Delica í hugmyndaútgáfu á alþjóðlegu bílasýningunni í Tókýó, ásamt Outlander PHEV og Eclipse Cross, með báða jeppana með undirheiti „Street Sport“.

Eins og þeir segja hjá Autoblog, sem birtir þessar myndir: „Við erum öll skrýtin, þannig að það er ástæðan fyrir því að Delica D: 5, sem er með „jeppaútliti“, sé mest spennandi fyrir okkur. Þó að venjulegur Delica D: 5 sé nú meira af „van“ með veghæð jeppa, þá kemur hann með fulla plasthúðaða klæðningu til að verndar á hliðum og aftan. Öflug toppgrind og röð af LED ljósum gefa þakinu enn meiri svip ferðabíls. Stigbrettin á hliðum og skærir rauðir drullusokkar gefa til kynna að þennan ætti að vera hægt að fara með af malbikinu. Það sem Mitsubishi talar ekki um að mati Autoblog er uppfærsla á fjöðrun. En það er gefið að Delica D: 5 lítur nú þegar út fyrir að vera upphækkaður og er tilbúinn fyrir einhvern akstur á ógreiðfærum slóða, en fullur möguleiki á því að klifra verri slóða væri stórkostlegur að mati þeirra. Staðalbúnaður með drifi á öllum hjólum með fjórhjóladrifslæsingu verður að duga í bili.

Uppfærðar útgáfur af Outlander og Eclipse Cross

Mitsubishi mun einnig sýna nokkrar uppfærðar útgáfur af Outlander PHEV og Eclipse Cross. Báðir jepparnir eru með svipuð utanmál, og eins reyna þeir að láta þá líta sportlegar út en drifrásir þeirra gefa til kynna. Gular áherslur ásamt svörtu og í sumum tilfellum eru límmiðar í raun aðalmálið. Tilfinning Autoblog er að það sé ekki mikið, ef eitthvað, sem er spennandi við þessa hugmyndabíla. Þetta sé meira límmiðar en alvara.

En hér eru myndir af þessum þremur bílum, en nánari fregnir eftir að bílasýningin í Tókýó opnar í janúar.

Delica D: 5 van
Eclipse Cross
Outlander PHEV