Sýnir þessi „njósnamynd“ raunverulegt útlit Land Rover Defender?

Það kann að vera að ljósmyndari, sem var að mynda í laumi, hafi náð bestu myndinni ennþá af komandi Land Rover Defender með því að beina myndavélarlinsunni á mælaborðið á einum Defender sem var í prófunarferli.

Við höfuð áður fjallað um hinn nýja Land Rover Defender sem verður formlega frumsýndur í haust, en fregnir hafa borist að bílnum í prófunum, en án þess að myndir hafi náðst af bílnum án felulita.

Þessi mynd af mælaborðinu í hinum nýja Land Rover Defender var birt á Twitter af @landroverp

Greinilega verður mynd af ökutækinu sýnileg á milli mælanna á mælaborði, hugsanlega til að sýna atriði eins og vatnsdýpt þegar farið er yfir læk eða hvort hurð er opin.

Aðilar innan Jaguar Land Rover segja að þeir séu meðvitaðir um myndina, en þeir muni ekki segja hvort þessi ímynd af jeppanum lýsi nákvæmlega útliti Defender sem ætlað er að kynna á þessu ári.