Svona munu næstu rafbílar Toyota líta út

Módel af hugmyndabílum Toyota úr leir gefa hugmynd um hvernig rafbílar þeirra muni líta úr eftir 2020 - eru með stór hjól, stutt vélarhús og pláss fyrir skynjara.

Toyota átti áætlun um rafknúin ökutæki. Og nú kynna þeir hugmyndir um bílana.

Stærsta bílaframleiðandi Japans, sem leitast nú við að útskýra sína mynd sem rafbílaframleiðandi hefur afhjúpað sínar hugmynd um sex hugmyndabíla sem sýna bylgju rafhlöðubíla frá Toyota sem koma fyrir árið 2025.

Helstu þættir í nýrri EV fjölskyldu Toyota, sem heitir EV-e, eru langt hjólahaf, rúmgóð innréttingar, myndavélarspeglar og með loftræstingu á framhornum og með sjálfvirkum akstursskynjara.

Hönnuðir hafa unnið að þessari sjónrænu ímynd frá árinu 2016, en stjórnandi alþjóðlegrar hönnunar Toyota, Simon Humphries, sagði Automotive News nánar frá stefnumótuninn í þessum mánuði. „Þetta eru nýjar leiðir til að reyna að finna sjálfstætt auðkenni fyrir þetta“, sagði Humphries um útlit EV-línunnar.

Sýningin á hugmyndabílunum úr leir í fullri stærð, í gull- og brons-lit, er skýrasta merki enn sem komið er hvernig Toyota sér fyrir meira en 10 rafbíla sem þeir hyggjast kynna í byrjun árs 2020.

Sum þessara ökutækja, svo sem rafdrifinn C-HR „crossover“ er að fara í sölu á næsta ári í Kína, verða rafhlöðuútgáfur af núverandi gerðum með öðrum orkugjöfum.

En Toyota skipuleggur fjölda annarra rafbíla sem munu byggja á nýlega þróaðri hönnun grunns rafbíla sem kallast e-TNGA, áframhald á grunni Toyota. „Toyota New Global Architecture“, sem bílaframleiðandinn hefur verið að nota undanfarin ár.

Þessi nýi grunnur rafbíla mun geta þjónað allt frá jeppa með þremur sætaröðum eða sportlegum fólksbíl eða lítils „crossover“ að „kassalaga“ smábíl, segir Humphries.

„Við erum að búa til nýjan grunn fyrir bílinn og reyna að búa til nýja upplifun fyrir fólkið sem kaupir hann“, sagði Humphries. „Þetta gefur þér góðan hugmynd um getu þessa nýja grunns“.

Nýr grunnur rafbíla Toyota mun leiða til mikilla breytinga á útliti og aðkomu komandi ökutækja.

Að framan eru þeir hjá Toyota búnir að kasta grillinu og færa loftinntök út á hornin til að loftræsa rafmótorinn.

Stíll Toyota í dag, kallaður „með forgangi“, notar stórt, lágt grill sem undirstrikað þetta nýja útlit. Þetta nýja „andlit“, sem kallast „samtengt grill“, er ætlað að tengja efri og neðri hluta.

Fókus á horn og myndavélar

Fókus á útlitseinkenni framhliðarinnar mun færast frá vatnskassanum út hornanna.

Þú verður að sjá fyrir þér það næsta stóra sem mun breyta framendanum“, sagði Humphries.

„Mikið af því er að vegna skynjara“, sagði hann. „Skynjararnir fyrir sjálfstæðan akstur eru að mestu leyti staðsettir í hornum. Svo er hornið að verða næst „vatnskassinn“. Það sem við erum að reyna að gera er að leggja áherslu á hornið og byggja inn í það skynjara fyrir framtíðina."

Vélarhlífarnar á komandi rafbílum munu líklega vera mun minni en þær sem eru á bensínvélar í dag, bætti Humphries við.

Það er vegna þess að mótorar fyrir framhjóladrif eru minni og vegna þess að það mun vera minni ástæða fyrir breiðan, auðveldan aðgang að öllum krókunum og kimum í kring um vélbúnaðinn.

Myndavélar munu koma í staðinn fyrir hefðbundna hliðarspegla. Þær verða minni og falla betur að hönnun bílsins og jafnvel efst á A-stoðum. Slík há staðsetning mun veita víðtækari yfirsýn myndavélarinnar.

Framljós verður einnig minnkuð, gerð löng og mjó og kannski felld inn í vélarhlífina. „Það er engin þörf fyrir þau að vera sérstök eining. Þau geta verið byggð inn í eitthvað annað“, sagði Humphries.

Stór hjól, flatt gólf

Og það má vænta stærri hjóla á rafbílum Toyota.

Stór hjól eru flottir eiginleikar á bíla á sýningunni, en þau skreppa yfirleitt sama þegar það kemur að bílaframleiðslu. Rafbílar, hins vegar, geta komið fyrir stærri hjólum vegna þess að mótorhólfið er minna.

Þegar verið er að stýra geta framhjólin snúið lengra inn í ökutækið án þess að rekast inn í eitthvað. Stærri þverstæðar vélar takmarka þá beygjuradíus, og svo hjólastærðina.

„Frá hönnunarsjónarmiði lítur það einfaldlega betur út“, sagði Humphries um stór hjól. „Þú getur sett betri hemla á þau. Því stærra sem hjólið er, því stærri sem hemlunin er, því betra árangur."

Næstu rafbílar Toyota munu einnig fá lengra hjólahaf, sem opnar aðra möguleika.

„Þetta er gott fyrir hönnunina. Það gefur bílnum betri afstöðu burðarvirki“, sagði Humphries. „Innréttingar munu spila stóran hluta vegna þess að við höfum mikið pláss þarna“.

Og vegna þess að rafhlöðunum er komið fyrir í botni ökutækisins, verður innra gólfið flatt. Gólf rafhlöður munu einnig lyfta ökumanni og farþegum, sem gefur betri yfirsýn, sagði hann.

Hönnun sýningarinnar er hluti af stærri skilaboðum varðandi rafbíla frá Toyota.

Í samantekt þessarar kynningar sagði Shigeki Terashi, framkvæmdastjóri rannsókna og hönnunar að Toyota muni fá helming af heildarsölu sinni - eða um það bil 5,5 milljónir bíla - frá rafmagnsgerðum árið 2025. Það er fimm árum fyrr en því markmiði árið 2030 sem Toyota kynnti í desember 2017.

Búist er við því að rafbílar sem eingöngu nota rafmagn verði færri en 1 milljón af heildinni.

(byggt á Automotive News)