Svipmyndir frá frumsýningum helgarinnar

Bílabúð Benna: Frumsýndu SsangYong REXTON sem er jeppi ársins hjá 4x4 Magazine

Það var margt um manninn hjá Bílabúð Benna við Krókhálsinn á laugardaginn. Þar mátti sjá þennan nýja jeppa í nokkrum útgáfum, þar á meðal einn sem búið var að setja á stærri hjólbarða. Greinilega mátti heyra það á viðstöddum að þeim leist vel á þennan vel búna jeppa.

Eitt virtasta fagrit bílamarkaðarins, 4×4 Magazine, tilkynnti nýlega sigurvegarann í flokki fjórhjóladrifinna jeppa í valinu um bíl ársins. Samkeppnin í þessum flokki hefur aldrei verið jafn hörð og margir voru tilnefndir, m.a. Toyota Land Cruiser, Mercedes Benz G-Class, Mitsubishi Pajero, Jeep Wrangler og Skoda Kodiaq.

Niðurstaða dómnefndar, sem skipuð var bílagagnrýnendum hvaðanæva að úr Evrópu var hinsvegar skýr; SsangYong Rexton skarar framúr með hæstu einkunn bæði sem besti jeppinn og bestu kaupin, og hlaut því titilinn 4×4 Jeppi ársins.

„Það kemur skemmtilega á óvart hversu góður Rexton jeppinn er. Samspilið af búnaði, hönnun, notagildi og framleiðslugæðum er ekkert annað en magnað; og væri það jafnvel þótt hann kostaði tvisvar til þrisvar sinnum meira. Samkeppnin um titilinn 4×4 Jeppi ársins var harðari í ár en nokkru sinni fyrr, og það segir sitt að Rexton hafi unnið þann titil. Rexton er einn fárra jeppa í dag sem byggður er á grind, með læstum millikassa og lágu drifi. Hann er hlaðinn vandaðasta tæknibúnaði og þægindum sem láta mun dýrari jeppa blikna í samanburði. „Quad Frame“ grindin minnkar hljóð bæði frá vegi og vélarrúmi.

BL frumsýndu nýjan BMW X5 ásamt X4

Það voru einnig margir gestir hjá BL á Sævarhöfða þar sem verið var að frumsýna nýjan BMW X5 sem hefur verið endurhannaður frá grunni. Meðal nýrra atriða er ný hönnun á farangursrými. Betri aksturseiginleikar með loftfjöðrun, endurbættur ljósabúnaður og nýjunar í rafeinda- og samskiptatækni.

Samhliða því að frumsýna þennan nýja X5 þá vakti nýr BMW X4 ekki síður athygli gesta í sýningarsalnum. Þeir hjá BL segja um þennan nýja X$ að „flestir feta troðnar slóðir. Nýr fjórhjóladrifinn BMW X4 xDrive er ekki einn af þeim og það sést. Óhefðbundið og spennandi útlit og xDrive undirvagn eru aðalsmerki þessa nýja og spennandi BMW“.

Brimborg frumsýndi nýjan lúxusbíl - Peugeot 508

Brimborg frumsýndi nýjan Peugeot 508 á laugardaginn í sýningarsal Peugeot við Bíldshöfðann.

Nýr Peugeot 508 er sannkallaður lúxusbíll sem gerir engar málamiðlanir í hönnun og gæðum, hann er sportlegur og einstaklega glæsilegur. Peugeot 508 er einn þeirra bíla sem er tilnefndur sem Bíll ársins í Evrópu

Suzuki – Vitara með nýjum vélum og tæknibúnaði

Vitara kom fyrst á markað fyrir meira en 25 árum. Nú er hann kynntur sem fjórða kynslóð og enn sem fyrr sem hreinræktaður jeppi sem uppfyllir nútímakröfur um sparneytni, akstursgetu og þægindi. Um helgina mátti sjá nýjustu gerð Vitara með nýjum vélbúnaði og endurbættum tæknibúnaði í sýningarsalnum í Skeifunni.

Myndir: Jóhannes Reykdal