Svartir London Taxi í rafmagnsútgáfu á götum Parísar á næsta ári

London Electric Vehicle Company (LEVC), sem er er í eigu kínverska fyrirtækisins Geely ætlar að byrja að selja rafmagnsútgáfu af hinum vel þekkta svarta leigubíl „London Taxi“ í París á næsta ári þegar fyrirtækið heldur áfram að auka alþjóðlega útrás sína.

Fyrirtækið valdi árið 2017 Amsterdam sem fyrsta erlenda áfangastaðinn fyrir nýja rafmagnsútgáfu leigubílsins og hefur síðan tilkynnt um áætlanir um útrás í Ósló, Berlín og Hamborg.

Leigubíllinn ætti að geta farið að flytja Parísarbúa á fyrri helmingi ársins 2019 þegar samningaviðræðum við áætlaðan innflytjanda í Frakklandi eru í höfn að því er fram kemur í Automotive News.

„Vegna loftmengunarvandamála í frönskum borgum, erum við mjög ánægð með að gefa bæði ökumönnum og farþegum nýja möguleika í París eftir mjög jákvæða móttöku á götunum“, sagði forstjóri félagsins, Chris Gubbey.

„Þetta styrkir sannarlega evrópska stöðu okkar og við hlökkum til að þjóna borgum Frakklands ásamt borgum í Noregi, Hollandi og Þýskalandi“.

Nýjasta gerð þessa rafdrifna svarta leigubíls frá LEVC, TX-gerðin, er smíðuð í Coventry á Englandi, en þessi útgáfa bílsins er sögð kosta um 59.600 evrur (liðlega 7,9 milljónir ISK). TX-leigubíllinn er með pláss fyrir sex farþega og er búinn þráðlausu neti (WiFi). Hann er sagður komast um 640 kílómetra á rafhleðslunni.

Rafmagnsútgáfan af hinum fræga svarta leigubíl í London