BMW farartækjaframleiðandinn er ekki lengur sá framleiðandi sem skilar mestum hagnaði en samkvæmt nýrri könnun Ernst & Young á öðrum fjórðungi ársins 2018 hefur Suzuki tekið forystuna af BMW. Suzuki sýnir nú framlegð uppá 11,8% á meðan BMW er í 11,4% í öðru sæti. BMW mun eflaust ekki taka þessum fréttum vel enda hafa þeir vermt þetta sæti lengi. Merkin eru keimlík fyrir þá sök að vera framarlega í framleiðslu mótorhjóla ásamt því að vera stór sölumerki í bílaheiminum. BMW hefur komið illa út úr tollastríði Kína og Bandaríkjanna ásamt því að kljást við sitt eigið dísilhneyksli og gengistap. BMW getur kannski huggað sig við að ef fyrstu tveir fjórðungar eru lagðir saman er BMW ennþá í forystu. Hvort að Suzuki sjái sér leik á borði og noti þennan hagnað sér til góðs fáum við þó ekki að sjá alveg strax en fylgist endilega með á billinn.is.

Suzuki Xbee