Subaru mun frumsýna hugmyndabílinn Viziv Adrenaline í Genf

Subaru mun enn einu sinni sýna hugmyndabíl undir heitinu „Viziv“ á sýningunni í Genf.

Ekki ervitað nánar um útliti né tæknilegar upplýsingar en Subaru sendi frá sér þessa dökku ljósmynd af Viziv Adrenaline hugmyndabílnum í vikunni.takinu þriðjudaginn.

Þó að bílaframleiðandinn hafi ekki veitt upplýsingar um hugmyndabílinn, gefur myndin til kynna að það muni líklega vera „crossover“, miðað við það sem virðist vera háir hjólbogar, mikil veghæð og stærri dekk. Ökutækið virðist einnig vera í myndað í hálfgerðu utanvega umhverfi á myndinni.

Framljós hugmyndabílsins minna á fyrri Viziv hugmyndabíla, þar á meðal Viziv Tourer Concept á síðasta ári, sem sýndur var í Genf og Viziv Performance Concept, sem sást fyrst árið 2017 á Tókýó-sýningunni.

Viziv hugtökin taka nafn sitt frá „vision for innovation” (eða „sýn á nýjungar“).

Það kom einnig fram hjá Subaru að það muni sýna tvær gerðir e-Boxer rafmagnsbíla með evrópskri forskrift í Genf, en fyrsti sýningardagurin þar er 5. mars.

Í Japan, selur Subaru e-Boxer afbrigði af Crosstrek, þekktur þar sem XV, og Forester. Það selur einnig Forester e-Boxer í Kína.