Subaru Forester STI e-Boxer hugmyndabíll á Tokyo Auto Salon

Einnig Subaru Levorg (Impreza / WRX) og WRX STI

Subaru kemur með Forester STI e-Boxer og Impreza STI hugmyndabíla á 2019 Tokyo Auto Salon.

Fyrr á þessu ári sýndi Subaru 2019 Forester e-Boxer eingöngu fyrir japanska heimamarkaðinn. Hann er með 2,0 lítra fjögurra strokka boxer-mótor, sem vinnur í sambandi við rafmótor. Heildarframleiðsla kerfisins er ekki mikil eða aðeins 156 hestöfl og 187 punda tog. Subaru segir að þessi hugmyndabíll sé með fínstillta e-Boxer drifrás, sem líklega þýðir mýkri notkun, en ekki meiri kraft. Reyndar virðist þetta vera Forester STI sem er meira eins og „fínstilltur“ af STI" frekar en að vera að fullu „tjúnaður af hálfu STI.

Eins og hvað varðar aðrar breytingar, þá er Forester STI hugmyndabíllinn einfaldur. Framendinn heldur áfram miklu lengra niður til jarðar en áður með kassalaga útlit, brotinn upp með gulum áherslumhreim þegar farið er enn neðar. STI merkið situr stolt á algerlega svörtu grillinu, svipað og á Forester Sport en með mismunandi hönnun möskva. Að neðan og á hliðum eru það hjólaskálarnar sem undirstrika útlitið, en afturendinn er með sportlegu þema með fleiri gulum áherslum. Einstakur „Fighter Gray“-litur er notaður á þessum STI. Það vekur athygli að útblásturinn lítur nákvæmlega út eins og á venjulegum Forester.

Eina raunverulegu uppfærsla Subaru er að nú kemur Forester með stóra Brembo hemla. Sex stimplar eru á bak við 19 tommu felgurnar.

Ekki mikið vitað um Impreza STI

Af hálfu Subaru liggja ekki fyrir miklar upplýsingar um á Impreza STI fyrir sýninguna. Miðað við myndir þá er eins og Subaru hafi hannað útlitspakka fyrir venjulegan Impreza, en breytt aðeins að framan og aftan. Tvískipt útblástursrör að aftan er samt góð útlitsbreyting með tilvísun í afl og frammistöðu. Myndir af innri búnaði eru ekki í boði núna, en Subaru segir að það sé „Bordeaux“ með „mikilli áferð“. Útlitið er þarna til staðar, en án þess að frammistöðuupplýsingar liggja fyrir þá virðist þetta ekki vera sá „STI hatchback“ sem menn voru að búast við.

Á sýningunni verða einnig Subaru Levorg (Impreza / WRX) og WRX STI sérgerður með sérsniðnum STI íhlutum. Allir þessir bílar frá Subaru munu birtast á Tokyo Auto Salon þann 11. janúar næstkomandi, eða næsta föstudag.

Subaru Forester STI e-Boxer hugmyndabíll mun birtast á Tokyo Auto Salon
Að aftan eru minni breytingar en búast mátti við á sýningu sem leggur áherslur á breytingar
Minni háttar breytingar á framendanum á Impreza
Mesta breytingin á Impreza að aftan er tvöfaldur útblástur í miðju