Skoda hefur látið frá sér myndir af nýjum Scala, sem mun taka við af Rapid. Bíllinn er sýndur í felulitum en með þeirri yfirbyggingu sem fer í framleiðslu. Bíllinn verður frumsýndur í Genf næsta vor og mun fara í sölu um svipað leyti, en hann er fyrsti bíll Skoda sem byggir á VW MQB A8 undirvagninum. Hann mun vera stærri en Rapid og nokkuð líkur Oktavía í mörgum rýmistölum. Farangursrýmið er frá 467 lítrum að rúmmáli sem er það rúmbesta í flokkinum að sögn Skoda. Hann verður einnig vel búinn fyrir bíl í þessum flokki, með díóðuljósum allan hringinn, innfellanlegum krók og rafdrifnum afturhlera. Fimm vélar verða í boði frá 90 til 150 hestafla.