Það liggur fyrirað ný útgáfa af Porsche 911 er í pípunum og því hefur þar á bæ verið ákveðið aðkveðja núverandi bíl með 493 hestafla „sérútgáfu” af 911 Speedster, sem varsýnd á bílasýningunni í París á dögunum. Framleiðslan verður takmörkuð við1.948 eintök (sem er tilvísun í grunnár Porsche). Þessi opni 911 er nýjastagerðin í langri línu af Porsche Speedster-gerðum - fyrsti Porsche 356Speedster, var frumsýndur árið 1954.

Ekki er vitaðhvað þessi sérútgáfa mun kosta en verður staðfest síðar en búast við að nýju911 Speedster verði eingöngu fyrir safnara dýrari bíla. Eldri gerð Porsche 911Speedster var u.þ.b. tvöfalt verðgildi nýs 911 á þeim tíma þegar hann kom ámarkað, þannig að blaðamenn sem fjölluðu um sýninguna í París giskuðu á að 23milljónir króna yrði verðmiðinn á þessum nýja Speedster.