„Sendibílatríó“ valið Sendibíll ársins 2019

PSA-samsteypan (Peugeot, Citroen og Opel/Vauxhall) bar sigur úr býtum í vali á Sendibíl ársins 2019.

Þetta er í fimma sinn sem PSA-samsteypunni hlotnast þessi heiður en tilkynnt var um þetta á á 67. Alþjóðlegu IAA-sýningu atvinnubíla í Hannover í Þýskalandi.

Það var hópur ritstjóra blaða sem fjallar um ökutæki í atvinnuskyni og sérhæfðir blaðamenn frá 25 löndum sem stóðu að valinu og saman voru það Peugeot Partner, Citroen Berlingo Van og Opel & Vauxhall Combo, sem allir eru smíðaðir á sama grunni sem stóðu uppi sem sigurvegarar með 127 stig á móti hinum nýja Mercedes-Benz Sprinter sem hlaut 92 stig. Nýjasta gerð Ford Transit Connect var í þriðja sæti. Tveir aðrir til viðbótar voru í úrslitahópnum um þessi virtu árlegu verðlaun - Renault Master Z.E. og Ford Transit Courier.

Samvinna þriggja vörumerkja

Þessi nýju sendibílar eru ávöxtur sameiginlegs samstarfs þriggja vörumerkja PSA - Peugeot, Citroen og Opel / Vauxhall, allir vel búnir og með eiginleika þæginda og voru þróaðir á nýjasta undirvagni samsteypunnar, EMP2, til að tryggja sem mest gæði, skilvirkni og frammistöðu.

Opel Combo, Citroen Berlingo og Peugeot Partner – saman eru þeir „sendibíll ársins 2019“