Saudi Arabía næsti staður Dakar rallsins

Það hefur nú verið staðfest að Saudi Arabía verður heimili Dakar rallsins næstu fimm árin, en tilkynnt var um það á facebook síður Dakar rallsins í gær með þessum orðum: "30 ár í Afríku. 11 ár í Suður-Ameríku. Þriðji kafli Dakar rallsins opnast núna, og við flytjumst til Miðausturlanda. Næsta Dakar rall verður haldið í Saudi Arabíu. Meiri upplýsingar um ævintýrið munu verða tilkynntar 25. apríl. #Dakar2020"