Sagnfræði á Sunnudegi - Hudson Hornet

Hver man ekki eftir Hudson Hornet í Pixar myndinni Cars? Hudson Hornet er rendar byggður á goðsögn úr Nascar kappakstrinum, en fyrir réttum 68 árum síðan vann Marshall Teague fyrsta Nascar kappaksturinn á vesturströnd Bandaríkjanna á Hudson Hornet 1951. Marshall leiddi allan kappaksturinn en keyrðir voru 200 hringir á 800 metra langri malarbraut. Vann hann þar bíla eins og Ford, Mercury, Pontiac, Chevrolet, Plymouth, Oldsmobile, Buick og Nash. Marshall Teague vann alls fimm af 15 keppnum það árið og vann titilinn Stock Car driver of the Year. Það sem ger'ði Hudson bílnum þetta mögulegt var sú staðreynd að hann var ekki byggður nema að hluta til á grind og því hálfu tonni léttari en samkeppnin. Einnig var hann með 308 kúbiktommu sex strokka línuvél sem þýddi mun lægri þyngdarpunkt, en síðuventla uppsetning ásamt tveimur blöndungum þýddi meira tog. Hinn upprunalegi Hudson Hornet er nú á safni Jay Leno í Kaliforníu.