Sagnfræði á sunnudegi - Alvöru árekstur í bíómynd

Einn af svakalegri bílaeltingjaleikjum bíómyndasögunnar er án efa í myndinni "The French Connection" frá 1971 með Gene Hackman. Eknir voru rúmir tveir kílómetrar á allt að 130 km hraða eftir götum New York borgar, en leikstjórinn William Friedkin fékk aldrei leyfir fyrir þessu áhættuatriði. Hann fékk hins vegar nokkrar löggur sem ekki voru á vakt til að aðstoða við að loka nokkrum götum á leiðinni en atriðið var tekið upp með venjulega umferð í bakgrunninum. Á einum gatnamótunum ók grunlaus vegfarendi á hvítum Ford út á gatnamótin í veg fyrir áhættuleikarann Bill Hickman. Áreksturinn var notaður í myndinni en náunginn á Ford bílnum fékk borgað fyrir að þegja og viðgerðirnar á bílnum sínum. Bill Hickman er einn þekktasti áhættuökumaður þessa tíma en hann sá um bílaatriðin í myndum eins og Bullit, Vanishing Point, The Great Race og The 7 Ups.