Rafdrifni hugmyndabíllinn Skoda's Vision iV er með sjálfstæða aksturstækni

Þessi nýi hugmyndabíll Vision iV, sem er með Coupe-yfirbragði, er með stutta vélarhlíf og langt farþegarými. Grillið er breiðari en á núverandi framleiðslubílum Skoda og skorið næstum með láréttri línu ljósa.
Nýstárleg hönnun á innarými á þessum rafdrifna Skoda Vision iV vekur athygli, ekki síst hönnun á loftflæði þvert yfir mælaborðið.

Skoda segir að hugmyndabíllinn Vision iV sé „grjóthart sýnishorn“ af fyrstu rafbílnum þeirra á grundvelli EVB-fjölnotagrunni Volkswagen Group, sem mun fara í sölu árið 2020.

Vision iV er örlítið styttri en Kodiaq, stóri jeppi vörumerkisins, en er með stærra farangursrými og „rúmgóða tilfinningu“ í innra rými, segir Skoda í fréttatilkynningu á mánudaginn áður en opinbera frumsýningin átti sér stað á bílasýningunni í Genf á þriðjudaginn.

Hugmyndabíllinn er knúin áfram af tveimur rafmótorum til að gefa 302 hestöfl. Raforkan kemur frá 83-kWh litíum-ion rafhlöðu sem gefur drægni upp á 500 km eins og mælt er með WLTP losunarferlinu.

Skoda sagði að bíllinn væri fær um sjálfstætt akstursstig 3. stigs, sem þýðir að það getur tekið stjórn á fjölhraðbrautum með leiðsögn um borð í leysiskönnum, myndavélum og ratsjá. Bíllinn getur einnig lagst sjálfur í stæði.

Skoda Vision iV hugmyndabíllinn endurnýjar Vision E crossover sem fyrst var sýndurí Shanghai árið 2017.

Oliver Stefan stjórnandi hönnunar hjá Skoda, lýsti hönnun hugmyndabílsins sem „mínímalískri“.

Hurðarhandföngum að utan er skipt út fyrir snertinæma hnappa og aftari hurðir opnast með rafmagni. Virkni hliðarspegla er nú í myndavélum utan á bílnum, svipað háþróaðri útgáfu af Audi e-tron.

„Mínímalísk hönnunin táknar hversu auðvelt verður að nota rafbílana okkar“, segir Stefani.

Kunnuglegt Skoda grillið er breikkað á þessum rafdrifna hugmyndabíl og skorið nærri efri brún með láréttri ljósaræmu sem gefur bílnum „ofurnútímalegt“ útlit, sagði Stefani.

Hugmyndabíllinn er 4655 mm á lengd, sem gerir hann aðeins styttri en Kodiaq-jeppann sem er 4697mm. Hæð hans er 1603mm, sem er næstum sú sama og Kodiaq. Hann er með 22 tommu felgur. Skottið rúmar 550 lítra, sem er meira en 521 lítrar í  Kodiaq.

Innanrými er lýst sem rúmgóðu með slétt gólf sem gerir meira geymslurými undir mælaborðinu að framan. Hægt er að snúa framsætum þannig að þau snúi að aftursætinu.

Ökumaður hugmyndabílsins Vision iV getur opnað bílinn með snjallsímanum. Öpp notandans er hægt að samþætta með stórum infortainment skjánum, sem virðist fljóta yfir mælaborðinu.

Innréttingin felur í sér afturhvarf hönnunar, svo sem hurðarhandföng sem eru í stíl við þau sem voru áður í klassískum bílum Skoda. Tveggja pósta stýri er með Skoda nafninu. Birkispónn er áberandi í loftstútum í stað venjulegra loftstúta til að búa til hönnun sem nær næstum yfir alla lengd mælaborðsins.

Framleiðsluútgáfa bílsins verður smíðuð í verksmiðjum Skoda í Mlada Boleslav í Tékklandi.

Skoda sagði að fyrirtækið muni bjóða upp á vegghengdar heimahleðslustöðvar og 'e-hleðslukort' til að leyfa eigendum aðgang að opinberum hleðslustöðum.

„Við munum kynna viðskiptavinum okkar eMobility, sem geta nýtt sér alla kosti, með öðrum orðum: langa akstursdrægni, fljótlega hleðslu, alhliða hleðslutækni og sanngjarnt verð," sagði Bernhard Maier, forstjóri Skoda.

Maier sagði að ytra útlit hugmyndabílsins Vision iV sé 92-95 prósent hvernig framleiðsluútgáfan muni líta út.

Framleiðsla Vision iV verður ein af tíu rafmagnsgerðum Skoda sem þeir hafa sagt að muni koma á markað við lok ársins 2022. Seinna á þessu ári mun vörumerkið hefja sölu á tengitvinngerð af millistærðarbílnum Suberb sem og fulla rafmagnsútgáfu af smábílnum Citigo. Vörumerkið hefur einnig sýnt hugmyndabíl með forsýningu á PHEV útgáfu af Scala bílnum.