Heimsfrumsýning í Los Angeles

Porsche 911 GT2 RS Clubsport, 700 hestöfl

Stuttgart. Nær upprunanum en jafnframt stórkostlegur – hinn nýji Porsche 911 GT2 RS Clubsport var frumsýndur í Los Angeles nýverið. Aðeins 200 eintök af þessum 700 hestafla ofurbíl verða framleidd til notkunar í hinum ýmsustu keppnisgreinum. “Á næstu árum munu viðskiptavinir okkar ekki einungis geta keppt á GT2 RS Club-sport á sérlegum brautardögum heldur einnig í alþjóðlegum keppnum” segir Dr Frank-Steffen Walliser, einn yfirmanna akstursíþróttamála hjá Porshce.

Tækni þessa sérsmíðaða keppnisbíls er að mörgu leyti upprunnin frá hinum götuskráða ofurbil, 911 GT2 RS, líkt og í 935 sem Porsche kynntir nýverið. Hreyfillinn kemur frá hinum götuskráða 911 GT2 RS, hátæknilegt undur, 3,8 lítrar að rúmmáli með tveimur túrbínum. Sá er vitanlega staðsettur að aftanverðu sem fyrr og skilar sér í 310 millimetra breið afturdekkin í gegnum sjö gíra tvíkúplungs (PDK) gír-kassa. Líkt og í öðrum keppnisbílum frá Porsche skiptir ökumaður á milli gíra með sérhönnuðum flipum á stýrishjólinu. Staðsetning hreyfilsins, aftan við afturöxuls bílsins, tryggir einnig bestu mögulega rásfestu og bremsugetu í gegnum bremsur sérhannaðar með keppnisakstur í huga.

Líkt og hinn götuskráði 911 GT2 RS þá er hin 1390 kílógramma Clubsport útgáfa með PSM (Porsche Stability Management) stöðugleikakerfi með spólvörn og ABS hemlalæsivörn. Kerfi þessi eru stillanleg á ýmsan hátt, allt eftir því hvernig og hvar verið er að keyra bílinn.

Koltrefja stýrishjólið sem og litaskjárinn sem glittir í þar fyrir aftan koma beinustu leið frá 2019 Porsche 911 GT3 R keppnisbílnum. Gríðaþykkt og öflugt veltibúrið ásamt keppnissætunum veita svo ökumanni hámarks öryggi við krefjandi aðstæður í keppni.