Passport – nýr jeppi frá Honda frumsýndur í Los Angeles

Honda frumsýnir nýjan jeppa, Honda Passport, á bílasýningunni í Los Angeles. Ætlunin er að þessi nýi jeppi falli á milli Honda Pilot, sem er stærsti jeppinn þeirra og er framleiddur í Bandaríkjunum fyrri heimamarkaðinn þar, og CRV-jeppans sem við þekkjum vel hér á landi.

Líkt og Pilot er Passport smíðaur á heilgrind (Honda segir að í raun séu Passport og Pilot nánast smíðaðir á sama grunni) og kemur með Honda 3,5 lítra V6 vél sem gefur 280 hestöfl. Þessi vél verður eingöngu pöruð við Honda níu hraða sjálfskiptingu. Framhjóladrif er staðalbúnaður, en hjólhjóladrif með Honda's i-VTM4 drifbúnaði er í boði í öllum búnaðargerðum. Þetta kerfi kemur frá Pilot og Ridgeline. Honda heldur því fram að þetta muni gefa Passport meiri akstursgetu í torfærum. Passport er einnig sagður vera með mikla dráttargetu, ef með hjólhjóladrifi getur hann dregið allt að 5.000 pund.

Honda Passport, nýr jeppi frá Honda sem er aðeins stærri en CRV og væntanlega fyrst og fremst ætlaður á Bandaríkjamarkað.

Hönnun á þaki, vindkljúfur og svört rönd á bakhliðinni eru mest áberandi hönnunin á þessum nýjasta jeppa Honda. Matt svart grill og 20 tommu hjól eru meðal búnaðar á Passport.

Honda heldur því fram að Passport sé með meira farþegarými en nokkur önnur ökutæki í sínum flokki, og hann er líka sagður vera með nokkuð stórt geymslurými undir gólfi. Átta tommu snertiskjár með Apple CarPlay og Android Auto kemur sem staðalbúnaður í öllum gerðum EX-L og þar fyrir ofan. Touring og Elite gerðir eru einnig með 590-watta 10 hátalara hljóðkerfi líka. Eins og í nýja Accord, er þessi nýi jeppi búinn „Honda Sensing“ aðstoðakerfi fyrir ökumanninn sem staðalbúnað. Einnig er staðalbúnaður myndavél fyrir hjólhýsi, þar sem Honda virðist vilja að fólk noti þennan nýja bíl til ferðalaga og útivistar.

Fjögur stig búnaðar verða í boði í upphafi, þar sem toppurinn er Elite. Passport er útbúinn eins og lúxusbíll, með fullt af viðbótum, svo sem upphitun/kældum framsætum, þráðlausa símahleðslu og dökkum útlitspakka.

Myndir: www.autoblog.com