Pallbíll framtíðarinnar frá Rivian

Fæstir í bílaheiminum hafa heyrt um Rivian en það er rafbílaframleiðandi sem ætlar að koma rafbílnum R1T á markað haustið 2020.

Bíllinn gefur í stuttu máli stórkostleg fyrirheit. 3 sekúndur í hundrað km/klst, 640 kílómetra drægni, pallur, skott fyrir langa hluti og húddpláss fyrir töskur, sæti og þrep utan á bílnum til að koma hlutum fyrir eða klæða sig í bomsurnar og margt fleira gerir það að verkum að Rivian verður ef til vill hið fullkomna ökutæki fyrir Ísland.

Útlit bílsins er óvenjulegt og einkennandi og mun hjálpa til að við að staðfæra bílinn í einhverju sem verður að teljast nýr markaður lífsstílsbíla með torfærugetu og nægt pláss fyrir hverskonar tómstundir.

Pallbíllinn er uppfullur af lúxus og myndi því keppa við stóru og dýru amerísku pallbílana. Verðið liggur ekki fyrir á þessari stundu en talið er að Rivian R1T verði á fáanlegur á bilinu 70-90 þúsund dollarar, eða allt að 11 milljónir króna. Það er því óljóst hvað svona ökutæki myndi kosta til Íslands komið þar sem tollareglum um bifreiðar var breytt eitthvað 1. janúar síðastliðinn.

Við látum annars myndbandið tala fyrir Rivian R1T.