Pallbíll frá Hyundai væntanlegur mjög fljótlega

Reiknað er með að snemma árs 2020 muni nýr pallbíll koma fram í dagsljósið frá Hyundai, byggður á hugmyndabílnum Santa Cruz, sem fyrst sást á bílasýningum 2015

Hyundai sýndi fyrst hugmyndabílinn HCD-15 Santa Cruz, nýjum pallbíl á Detroit Auto Show árið 2015. Í áranna rás eftir frumsýningu á hugmyndabílnum hafa komið fram fregnir af því að - já, Hyundai mun smíða hann og já, það er aðeins spurning um tíma hvenær Santa Cruz mun koma fram í framleiðsluútgáfu. Í ágúst 2017, sagði Reuters frá því að pallbíll hefði fengið grænt ljós - nokkuð sem Hyundai þurfti að fá til að leiðrétta sölutölur sínar; ári síðar, var gert ráð fyrir frumsýningu á árinu 2020 á lokaútgáfu á þessum pallbíl. Nú segir Autocar að Hyundai sé að koma fram með þennan pallbíl “eins fljótt og auðið er“.

Autocar birtir umfjöllun um þennan nýja pallbíl eftir viðtal við nýjan hönnunarstjóra Hyundai, Luc Donckerwolke, sem áður hafði leitt hönnun á Genesis, og hefur einnig starfað sem forstöðumaður hönnunar hjá Bentley, Lamborghini og Audi. Donckerwolke sagði að lokið sé við hönnun á nýja pallbílnum og Hyundai er nú í miðju ferli verkfræðihönnunar fyrir framleiðslu. Donckerwolke sagði Autocar að vörubíllinn muni koma „eins fljótt og auðið er“. „Frá minni hlið er hönnuninni lokið, ferlið við að setja hann í framleiðslu er nú í gangi“. Samkvæmt öðrum fréttum er áætlað að pallbíllinn gæti verið á markaði árið 2021 í fyrsta lagi.

Það kom fram hjá Donckerwolke aðpallbíllinn mjög mikill þróun frá hugmyndabílnum 2015. Motor Trend hefur áður  vitnað til Brian Smith hjá Hyundai Motor America, að hinn upprunalegi tveggja dyra hugmyndabíll hefi þróast í fimm sæta fjórhjóladrifinn pallbíl. Reiknað er með að framleiðsluútgáfan á Santa Cruz verði smíðuð á sama grunni og með sama vélbúnaði eins og endurhönnuð 2020 ágrerð Hyundai Tucson.

Þessi nýi pallbíll mun væntanlega einnig koma fram undir merkjum Kia, að því er fram kom hjá Donckerwolke sagði. Pallbílar frá Hyundai og Kia eru líklegir til að keppa á markaði pallbíla ásamt Honda Ridgeline, Ranger, Tacoma og hinum nýja Jeep Gladiator - og Tanoak, ef Volkswagen kemur fram með framleiðsluútgáfu af nýlegum hugmyndabíl sínum.

Þetta er hugmyndabíllinn, HCD-15 „Santa Cruz“ sem birtist á bílasýningunni í Detroit árið 2015. Bíllinn sem er á leiðinni byggir á sama grunni, en er komin með fjögurra hurða yfirbyggingu og verður væntanlega með sama vélbúnað og næsta árgerð af Hyundai Tucson.