Nýtt útlit Lexus RC kynnt í París

Eftir fjögur ár á markaði var kominn tími á andlitslyftingu á hinum flotta Lexus RC en hann var frumsýndur í París á dögunum. Breytingarnar eiga margar uppruna sinn í LC gerðinni. Grillið er mjög áberandi sem áður og nær nú lengra uppá vélarhlífina. Stuðaðar fengur sömu meðfeð og á LC bílnum og loftinntök fyrir bremsur voru stækkuð. Ljósin eru líka nokkuð breytt og núna eru ekki auka díóðuljós undir þeim heldur eru þau sett inní aðalljósakerin. Einnig er búið að eiga nokkuð við innréttinguna. Bíllinn verður ennþá í boði með sömu vélum og áður og að sögn Páls Þorsteinssomar, kynningarstjóra Toyota og Lexus verður RC bílinn aðeins fáanlegur sem sérpöntun til að byrja með. Fyrir á götunni eru þrír Lexus RC 300h á Íslandi.