Nýr vefur í loftið í samvinnu við billinn.is

Á allra næstu dögum opnar nýr vefur www.bifhjol.is sem er í eigu sömu aðila og reka billinn.is. Þessi vefur mun líkt og billinn.is flytja fréttir af því markverðasta úr heimi spennandi faratækja og reynsluaka því sem býðst hverju sinni. Þar sem vefurinn er samtvinnaður billinn.is mun hann njóta þeirra uppfærslna sem að hann fær og njóta góðs af. Margt spennandi er í burðarliðum svo að það er um að gera að heimsækja okkur reglulega á næstunni og fylgjast með. Áætlað er að vefurinn bifhjol.is opni um miðjan febrúarmánuð.