Hinn nýi Jimny heldur grófu og ferköntuðu yfirbragði fyrirrennarans. Hann er með rúnnuð ökuljós, fimm raufar í grillinu og stækkaða hjólboga.

Suzuki er að setja sig í stellingar að hleypa af stokkunum fjórðu kynslóð af litla jeppanum sínum Jimny - 20 árum eftir að þriðja kynslóðin kom í sölu.

Myndir frá Suzuki sýna að fyrirtækið hefur haldið í sömu tveggja kassa hönnunina sem hefur einkennt Jimny síðan fyrstu gerðinni var hleypt af stokkunum árið 1970.

Suzuki hefur ekki enn gefið neinar upplýsingar um hvenær vænta má þessa nýja Jimny í Evrópu, en fréttir hafa birst í breskum fjölmiðlum sem segja að bíllinn verði kynntur á bílasýningunni í París í haust.

Hægt hefur verið á framleiðslu á núverandi Jimny, sem hleypt af stokkunum árið 1998, og sölu hefur þegar hætt á sumum mörkuðum, þar á meðal í Bretlandi. Suzuki seldi 14.444 Jimny í Evrópu á síðasta ári, samkvæmt tölum frá JATO Dynamics markaðsrannsóknum. Suzuki hefur selt 2,85 milljónir Jimny-jeppa um allan heim í 48 ára sögu sinni að sögn fyrirtækisins.

Núverandi gerð var byggt fyrir Evrópu í Iwata verksmiðjum Suzuki í Japan. Suzuki hefur ekki gefið upp framleiðslustað fyrir nýju gerðina.

Hin nýja gerð Jimny mun halda sig við vélrænt fyrirkomulag fyrri gerðar, sem er hannað meira fyrir akstursgetu á erfiðari landslagi en þægindi á vegum. Það mun nota stiga-gerð undirvagns með aðskildri yfirbyggingu, eins og mynd frá Suzuki sýnir. Gerðir munu vera með fjórhjóladrifskerfi með hlutastillingu og millikassa til að auðvelda akstur utan vega.

Suzuki hefur ekkert gefið upp um aflvélar, en líklegt er að það sé lítil fjögurra strokka bensínvél, annað hvort 1,0 lítra eða 1,3 lítra. Mjög líklegt að tengitvinngerð muni líta dagsins ljós  síðar.