Nýr Renault Kadjar frumsýndur á Líflegri Vetrarsýningu BL

Á laugardaginn næstkomandi, annan dag febrúar á milli 12 og 16, mun BL frumsýna nýjan Renault Kadjar. Á sama tíma bjóða þeir til vetrarsýningu á öllum fjórhjóladrifsbifreiðum sem í boði eru frá Nissan, Dacia, Subaru og að sjálfsögðu Renault.

Renault Kadjar kemur nú í nýrri endurhannaðri útgáfu með nýtt útlit og nýja innréttingu hlaðinn ríkulegum búnaði. Verður hann í boði í þrem útfærslum og er verðið á nýjum Kadjar frá 4.290.000.

Við hérna hjá Billinn.is fengum á dögunum sjálfskiptan Kadjar til prufu og munum við birta á morgun föstudag reynsluakstursgrein.

Fylgist með og mætið svo á laugardag hjá BL að Sævarhöfða 2 til að sjá hann sjálf.

Nýtt mælaborð í Kadjar er skemmtilega uppsett og einkar þægilegt í notkun.