Nýr rafdrifinn ofursportbíll - 2020 Automobili Pininfarina Battista frumsýndur í Genf

Automobili Pininfarina á Ítalíu mun frumsýna nýjan „súpersportbíl“ – rafdrifinn – sem fær nafn frá nafn stofnanda þess - Battista „Pinin“ Farina

Bíllinn verður frumsýndur núna í mars á bílasýningunni í Genf, og mun Automobili Battista Pininfarina verða einn öflugasti bíll sem framleiddur hefur verið: 1.900 hestöfl og með 2.300Nm snúningsvægi.

Talið er Battista muni ná frá 0 upp í 100 km/klst á í minna en tveimur sekúndum og hámarkshraðinn er sagður vera 400 km/klst. Pininfarina segir að Battista muni geta um ekið um 500 kílómetra á milli þess að hlaða verður rafgeymana. Hins vegar hafa opinber tölur enn ekki verið staðfestar.

Aðeins 150 eintök framleidd

Battista mun koma á marlkað á árinu 2020. Ekki verða fleiri en 150 eintök framleidd og reiknað er með að Bandaríkin, Evrópu og Mið-Austurlönd fá hvert um sig 50 eintök hvert sölusvæði. Verð er gert ráð fyrir að vera á milli 1,5 og 2 milljónir punda, eða sem nemur 236.190.000,00 til 314.920.000,00 íslenskra króna stykkið (miðað við gengi dagsins).

Þegar tilkynningin um nýtt nafn á bílnum, Battista, sagði stjórnarformaður fyrirtækisins, Paolo Pininfarina, sem er barnabarn Battista Farina: „Þetta er virkilega draumur að rætast. Afi minn átti alltaf þá sýn um að einn daginn yrði sjálfstætt val á bílum undir heiti Pininfarina. Hvað varðar mig sjálfan þurftum við einfaldlega að kalla hann Battista“.

Þessi fræga ítalska bílasmiðja og hönnunarhús, er nú í eigu indverska fyrirtækisin Mahindra & Mahindra, hefur tilkynnt að fyrirtækið muni byrja að framleiða bíla undir heitinu Automobili Pininfarina, ný deild sem verður búin til við hliðina á núverandi ráðgjafafyrirtæki.

Nýr rafdrifinn ofursportbíll - Automobili Pininfarina Battista verður frumsýndur í Genf í mars