Nýr Porsche Macan frumsýndur um helgina

Um helgina frumsýnir Bílabúð Benna, umboðsaðili Porsche á Íslandi, hinn nýja Porsche Macan.

Allt frá því að Macan var frumsýndur á Íslandi hefur hann notið mikillar velgengi og vinsælda og segir Thomas Már Gregers, sölustjóri Porsche á Íslandi, Macan hafa verið hina fullkomnu viðbót við sterka vörulínu Porsche, og í bílnum sameinist allt það besta sem Porsche hefur fram að færa.

Útlit hins nýja Macan er enn sportlegra en áður, bíllinn er mun léttari, nýjar vélar í boði og staðalbúnaður enn ríkulegri.

Nýr Porsche Macan verður frumsýndur, í Porsche-salnum, Vagnhöfða 23, laugardaginn 11. maí, frá kl. 12:00 til 16:00 og eru allir velkomnir.