Áttunda kynslóð goðsagnar: Heimsfrumsýning í Los Angeles

Nýr Porsche 911: kraftmeiri, hraðskreiðari, stafrænni.

Stórviðburður í Los Angeles: áttunda kynslóð Porsche 911. Nýr Porsche 911 varnýverið frumsýndur á L.A. Auto Show. Hann fetar sem fyrr sinn einstaka línudans og setur enn á ný ný viðmið varðandi fágaðan sportleika. Auðþekkjanlegt Porsche erfðaefnið í hönnun leynir sér ekki, útlitið orðið enn kraftalegra en áður, og innréttingin skartar 10.9 tommu snertiskjá – hinn nýji 911 er í senn tímalaus, klassískur – og nútímalegur. Skynvæddar stillingar og undirvagnsstýring ásamt nýskapandi akstursstillingum sameina þá stórkostlegu aksturseiginlega sem hinn klassíski sportbíll er dáður fyrir, með kröfum hins stafræna nútíma veruleika.

Næsta kynslóð af sex-sílendra mótornum með forþjöppu, er enn háþróaðari og kraftmeiri en áður hefur þekkst, Carrera S týpan er sem dæmi heil 450 hestöfl. Hagkvæmni hefur einnig verið aukin með nýrri hönnun á innspýtingarkerfi og staðsetningu túrbína og millikæla. Öllum þessum hestöflum er svo komið áfram í götuna með nýrri hönnun hins átta gíra tvíkúplungs (PDK) gírkassa. Einnig má nefna ný stoð- og hjálparkerfi, sem dæmi “Porsche Wet mode” eða blautham til auka enn öryggi í akstri á blautu undirlagi og “Night Vision Assist” eða nætursýn með infrarauðri hitamyndavél. Að lokum má nefna þrjár nýjar stafrænar lausnir: “Porsche Road Trip” app fyrir frábæra bíltúra, “Porsche 360+” og reiknivélina “Porsche Impact emissions calculator” sem gerir kleift að kolefnajafna fótspor sín í netvafranum.

Carrera S, 450 hestöfl

Sex-sílendra forþjöppuvélin í 911 Carrera S og 911 Carrera 4S framreiðir orðið 450 hestöfl sem er 30 hestöflin meira en fyrirrennarinn. Báðir rjúfa þeir fjögurra sekúndna múrinn við hröðun frá 0 til 100 kílómetra hraða: sá afturdrifni er 3,7 sekúndur meðan sá fjórhjóladrifni er 3,6 sekúndur. Þar af leiðir að báðir eru þeir 0,4 sekúndum hraðari en fyrirrennarinn. Enn frekari hröðun má ná fram með Sport Chrono pakkanum, en þá styttist tíminn um heilar 0,2 sekúndur. Hámarkshraði Carrera S bílsins er orðinn 308 kílómetrar á klukkustund meðan Carrera 4 kemst í 306 kílómetra hraða að hámarki. Einnig hefur eldsneytiseyðsla minnkað en Carrera S er uppgefinn í eyðslu 8,9 lítra á keyrða 100 kílómetra meðan Carrera 4 er uppgefinn í 9,0 lítra.

Nútímaleg hönnun, ótvíræð ættareinkenni

Hönnun ytra byrðis er í öllum atriðum ný af nálinni og magnar upp sportlega eiginleika og aukin afköst hins nýja 911, Porsche 992, með þónokkuð breiðari brettum yfir 20” stór framdekkin og 21” stór afturdekkin. Bíllinn er nú einnig jafnbreiður að aftan, burtséð frá hvaða týpu um er að ræða, sem leggur áherslu mjótt miðbik hans. Framendinn er svo 45 millimetrum breiðari en áður. Hurðarhúnarnir færast rafdrifnir á móti þér við opnun og magna enn upp glæsileikann. LED aðalljósin skapa ramma utan um mjótt húddið sem smeygir sér framfyrir þau og minna á fyrstu kynslóð 911 bíla. Að aftan er breitt, rafdrifið vindskeiðið allsráðandi og ljóslínan á milli afturljósanna gefur afturendanum fágað yfirbragð. Ef séð er burt frá fram- og afturenda bílsins, eru allir fletir ytra byrðis gerðir úr áli. Innra rými hefur einnig verið endurhannað frá grunni og einkennist af hreinum línum í mælaborði með innfeldum stjórntækjum sem vísa til 911 bíla frá áttunda áratugnum. Beggja vegna við miðjusettan snúningshraðamælinn – dæmigert fyrir Porsche – sitja tveir skjáir og veita ökumanninum hinar ýmsustu upplýsingar og miðjuskárinn er heilar 10,9 tommur orðinn. Undir skjánum er staðsett hnappaborð með fimm hnöppum sem gefa ökumanni beinan aðgang að helstu stillingum bílsins. Varðandi stafræna þróun, tekur 911 enn eitt skref til framtíðar með varanlegri tengingu við umheiminn sem og nýjum eiginleikum og þjónustum. Í PCM samskiptakerfinu er meðal annars leiðsögukerfi staðalbúnaður sem og Porsche Connect Plus.

Ný kerfi til aðstoðar og aukins öryggis og þæginda

Fyrstur framleiðanda í heiminum hefur Porsche þróað svokallað “Wet Mode” sems taðalbúnað. Sá búnaður skynjar bleytu á veginum og í slíkum aðstæðum aðvara kerfi bílsins ökumann við og ökumaður getur svo gert viðeigandi ráðstafanir með því einu að þrýsta á hnapp eða hreinlega að snúa takka í stýrinu og velja með því viðeigandi ham, öryggisins vegna. Aðvörun- og aðstoð við bremsun er einnig staðalbúnaður og skynjar hættu á árekstrum og getur nauðhemlað ef nauðsyn þykir til. “Night Vision Assist” eða nætursýn með infrarauðri hitamyndavél er fáanleg sem aukabúnaður, í fyrsta skipti í 911. Einnig er skynvæddur hraðastillir fáanlegur sem aukabúnaður til mikilla þæginda fyrir ökumann og farþega.