Nýr Mazda 3 frumsýndur í nóvember

Þótt ekki sé búið að frumsýna nýjan Mazda 3 hefur Mazda látið frá sér myndband sem sýnir sumt af útliti nýja bílsins. Búist er við að hann verði kynntur með nýjum bensínvélum sem muni koma til með að útrýma dísilvélum í þessum stærðarflokki. Einnig verður hann fyrsti bíll Mazda á alveg nýjum SVA undirvagni. Fjórða kynslóð Mazda 3 verður frumsýnd á bílasýningunni í Los Angeles í næsta mánuði en kemur ekki til sölu hérlendis fyrr en á næsta ári.