Nýr 1000 hestafla ítalskur ofurbíll

Ítalska bílamerkið FV Frangivento ætlar að frumsýna nýjan ofurbíl í næstu viku, fimmtudaginn 30. maí.

Bíllinn ber nafnið Asfane DieciDieci sem þýðir einfaldlega "10 sinnum 10 er ekki hægt" og er nokkurs konar tilvísun í hestaflatölu bílsins. Lítið er annars vitað um bílinn annað en það að hann er með bensínvél með forþjöppu og tvö rafmótora. Frumgerð bílsins var fyrst sýnd á bílasýningunni í Turin árið 2016 en bíllinn verður einmitt frumsýndur á bílasafninu í Turin, ásamt því að verða sýndur í ítalska sendiráðinu í Monte Carlo á þjóðhátíðardegi Ítalíu 2. júní.

Búast má við að bíllinn verði eftirtektarverður en FV Frangivento er með sterka samstarfsaðila, eins og Pirelli, Sparco, Brembo og OZ Racing ásamt þess að njóta öflugs fjárhagslegs stuðnings.