Nýjar njósnamyndir af Fiesta jepplingnum

Nýlega náðust myndir af Ford Fiesta jepplingnum við vetrarprófanir í Skandinavíu. Þótt bíllinn sé vel dulbúinn er auglóst að um jepplingsútgáfu Fiesta er að ræða og mun sá bíll taka við af Ecosport jepplingnum. Bíllinn hefur ekki fengið nafn ennþá en á að vera bæði rúmbetri og taka meiri farangur en Ecosport. Auk þess mun hann ekki notast við sama afturhlera og Ecosport sem opnast á hlið í stað hefðbundinnar toppopnunar. Bíllinn verður án efa hærri en Fiesta Active og verður líklega frumsýndur á bílasýningunni í Frankfurt í september og fer þá í sölu á næsta ári.

Myndir © Automedia