Nýjar myndir af áttundu kynslóð VW Golf

Nýr VW Golf verður kynntur í sumar en bílamiðillinn AutoExpress hefur birt myndir af nýja bílnum án dulargerfis. Hér er um áttundu kynslóð þessa vinsæla millistærðarbíls að ræða. Eins og sést vel á myndunum er bíllinn lengri, bæði á stærri C-bita og lengra nefi. Grillið og ljósin eru neðar en áður og ná lengra aftur með bílnum. VW hefur þegar sagt að fyrstu bílarnir fari í framleiðslu í Wolfsburg í júní á þessu ári. Það helst í hendur við áætlanir VW um að koma á markað með fleiri I.D. rafbíla byggða á sama undirvagni, og hefur VW meðal annars sagt að þeir vilji bjóða öðrum framleiðendum að nota sama undirvagn. Bíllinn verður tæknilega fullkominn með meiri sjálfkeyrslubúnað en áður í þessum flokki, auk þess að vera alltaf nettengdur og hafa stafrænt mælaborð. Búast má því við mestu breytingu á VW Golf sem sést hefur í 45 ár þegar bíllinn kom á markað. Nýr Golf verður áfram á MQB undirvagninum eins og núverandi kynslóð en hann hefur verið uppfærður og mun létta bílinn um allt að 70 kíló auk þess að bjóða uppá meira einnanrými en áður. Einnig verða vélar og skiptingar þær sömu að mestu leyti.