Ný Toyota Corolla frumsýnd

Vinsælasti bíll heims er kominn með nýtt útlit.

Með yfir 45 milljónir bíla selda frá upphafinu 1966, er Toyota Corolla einn af söluhæstu bílum í heimi.
Mynd: autoblog.com

Toyota frumsýndi í dag í Kaliforníu nýjan 2020 Corolla-sedan, eða hefðbundna fólksbílsgerð, sem 2020 árgerðina á bandaríska bílamarkaðinum og eiginleg samhliða á alþjóðlegu bílasýningunni í Guangzhou í Kína, (en í Kína er Corollan þekt undir nöfnunum „Corolla“ og „Levin“)

Í öllum umsögnum á vefnum í dag eru allir sammála um að þessi nýjasta útgáfa hafi alla burði til að vera hagkvæmari og skemmtilegri í akstri en fyrirrennarinn. Hlaðbaksútgáfa eða „hatchback“ af bílnum var afhjúpuð í apríl síðastliðnum á New York Auto Show og er í sölu núna, en fólksbílsútgáfan sem var verið að frumsýna í dag er bíllinn sem flestir þekkja sem „Corolluna“.

Corolla var fyrir löngu búin að sigla fram úr Ford Model T og „bjöllunni“ frá Volkswagen, og er sennilega orðinn söluhæsti bíll í heiminum. Meira en 45 milljónir hafa verið seldar á heimsvísu frá því að Corolla var kynnt árið 1966 og hjálpaði við að bregðast við örum vexti japanska bílaiðnaðarins.

Þessar vinsældir hjálpuðu til við að gera Toyota að alþjóðlegu gildi í dag. Þannig að frumsýning á nýrri Corolla er ótvírætt mikilvæg fyrir bæði bifreiðaiðnaðinn og fyrir fólk sem raunverulega kaupir bíla.

Aðeins styttri og minni en öflugara útlit

2020 Corolla aðeins styttri og minni en forverinn. Hjólhafið er sem fyrr 2,7 metrar en sporbreiddin er hins vegar um 12,7 mm og 22 mm breiðari að framan og aftan. Ný fjölliðafjöðrun tekur nú við af snúningsfjöðrun sem er í Corollunni í dag.

Líkt og myndirnar af þessari nýju Corollu gefa til kynna þá er óhætt að segja að heildarútlitið á 2020 Corolla er öflugra en það sem er að finna í dag. L, LE og XLE gerðirnar eru hefðbundnari í útliti en SE og XSE eru með meira áberandi útlit, sérstaklega á framenda, sem er með mjó LED-framljós og 18 tommu hjólbarða og felgur.

Ný 169 hestafla vél

Staðalgerð vélar er 1,8 lítra, sem við þekkum úr eldri gerðinni, 139 hestöfl. Corolla SE og XSE gerðirnar njóta góðs af því að bæta við nýrri 169-hestafla 2,0 lítra „inline“-fjögurra strokka vél. Fjögurra strokka vélarnar eru einnig í boði með nýjustu, stiglausu sjálfskiptingu Toyota (CVT), sem notar fastan fyrsta gír til að koma sér af stað og getur líkt eftir 10-gíra sportskiptingu í Sport-stillingu. Allar aðrar gerðir Corolla halda áfram með endurskoðaðri útgáfu af 1,8 lítra inline fjögurra strokka vélinni, sem er í dag undir vélarhlífinni í Corollu sem LE Eco. Toyota lofar aukningu á bæði orku og eldsneytisnýtingu frá vélinni, sem nú er 140 hestöfl og skilar allt að 54 kílómetrum á lítranum, saVinsælasti bíll heims er kominn með nýtt útlit.mkvæmt EPA.

Auk þess mun Corolla SE vera aftur í boði með sex-gíra handskiptan gírkassa. Ef handskipting verður fyrir valinu þarf að gefa eftir kerfi með aðlagaðri skriðstillingu og kerfi sem heldur bílnum innan akreina sem er sem er staðalbúnaður í Corollum með CVT-gírskiptingu.

Eins og áður hafði verið sýnt fram á í fréttum fyrir þessa frumsýningu, er Toyota Corolla 2020 með áhrifameira útlit, skarpar línur. Yfirbyggingin er sportlegri, lægri og breiðari en forverinn, og þó að hjólhafið sé óbreytt, segir Toyota að það yfirhang að framan sé styttra og lengra að aftan – allt atriði sem geta hjálpað til við að gefa bílnum betri sjónræna stöðu á veginum.

Örmjó LED-ökuljós undirstrika nýja hönnun á framenda

Að framan eru LED framljósin komin í ofurmjóa rönd fyrir neðan vélarhlífina, sem nær fram og niður að áberandi grillinu. Sportlegar gerðir SE og XSE eru með vindkljúf að framan og loftflæðihönnun sem undirstrikar útlitið. Að aftan er hönnunin á Corolla kröftug og skörp, með LED afturljósunum sem ná út til hliðar út á brettin og á SE / XSE gerðum er „spoiler“ á farangurslokinu ásamt reyklitum afturljósum. Á heildina litið er þetta vissulega öðruvísi og áhugaverðari hönnun en á þeirri Corolla sem við erum að kveðja - þó að margir eigi eftir að venja sig við þennan nýja og áberandi framenda.

Stílhreint innanrými

Mynd: autoblog.com

Það er svolítið auðveldara að venjast innanrýminu í þessum Toyota Corolla 2020, sem er í aðalatriðum eins og í fimm dyra útgáfunni sem þegar var komin á markað. Hrein og snyrtileg hönnun á mælaborði, sem er með miðlæga stýringu á miðstöð og loftræstingu, og 7- eða 8-tommu (eftir gerð bíls) snertiskjás með upplýsinga- og afþreyingarkerfi („infotainment“) í miðju. Toyota segir að armhvílan í miðju sé stærri, en geymslurýmið fyrir framan gírstöngina sé hægt að nota fyrir þráðlausa símahleðslu. Mælaborðið býður upp á 4,2 tommu aksturstölvu sem staðalgerð en hægt að uppfæra í 7 tommu skjá sem er í boði sem valkostur.

Í samanburði við síðustu Corolla segir Toyota að sú nýja sé með betri yfirsýn. Þessi nýja Corolla er sögð vera mun hljóðlátari vegna mikillar notkunar á hljóðdeyfandi efna. Og sæti ökumannsins hefur verið fært næstum 2,5 cm niður og 4 cm aftar, sem sagt er að bæti bæði þægindi og þyngdardreifingu bílsins.

Við munum fjalla nánar um þennan nýja Toyota Corolla á næstunni

Myndir: autoblog.com