Ný kynslóð Mazda3 verður frumsýnd á bílasýningunni í Los Angeles

Mazda kynnir næstu kynslóð Mazda3 á bílasýningunni í Los Angeles sem stendur frá 30. nóvember til 10. desember, og þar með hefst nýtt tímabil bíla hjá Mazda sem byggja á frammistöðu ásamt nýrri Skyactiv-X-drifrás, öllu pakkað saman í nýrri hönnun.

Áætlað er að á sýningarbásnum verði Mazda3 sem bæði hefðbundinn fólksbíll og hlaðbakur.

Í síðustu viku sendi Mazda frá sér mynd sem gefur tóninn varðandi það sem gestir koma til með að sjá á sýningunni í Los Angeles. Þótt myndin, sem sýnir báðar gerðirnar að hluta sýni ekki mikið þá er greinilegt að rúnnuð yfirbygging þeirra á rætur að rekja til Kodo-hönnunar Mazda.

En Mazda3 felur í sér meira en bara nýjan stíl. Útlitið er fyrirrennari þess sem koma skal hjá Mazda. Alger endurgerð útlits ökutækja þar sem bílaframleiðandinn lofar að muni vega minna, kosta minna og vera hljóðlátari í akstri ásamt betri svörun í akstri og betri stífni.

Mazda3 fær einnig nýjan vél sem kallast Skyactiv-X - sem Mazda segir að sameinar bestu eiginleika dísel- og bensínvéla með ofurhreinu afli. Með því að nota tækni sem kallast neista-stjórnuð þjöppunartæki, stefnir það að því að bæta bæði afköst og eldsneytiseyðslu.

Það kom fram við frumkynningu á bílnum að stefnan væri að staðsetja Skyactiv-X vélina í kerfi mildra blendingsvéla. Samhæfing aðstoðar rafmagnsmótors mun tryggja línulega hröðun og líflegan akstur.

Þetta mun einnig skila bætingu á nýtingu eldsneytis sem nemur meira en 30 prósentum umfram venjulega bensínvél með sama rúmtak. Mazda3 verður í boði með 2,0 lítra Skyactiv-X vél blendingsvél eða núverandi 2,5-lítra Skyactiv-G bensínvél.