Ný Corolla 2020 mun sjá dagsins ljós innan fárra daga

Í bílaheiminum hefur þess verið beðið með nokkurri eftirvæntingu hvernig ný gerð af Toyoya Corolla Sedan muni líta út, en að dómi margra bílablaða er núverandi Corolla mjög gamaldags. En þetta kemur í ljós innan fárra daga, því samhliða því að senda frá sér myndina hér að ofan staðfesti Toyota þeir muni sýna Norður-Ameríkuútgáfu Corolla í fólksbílsútgáfu fimmtudaginn 15. nóvember. Þessar fréttir koma fram eftir að Toyota tilkynnti í síðustu viku að alþjóðleg útgáfa Corolla-fólksbíls myndi verða afhjúpuð á alþjóðlegu bílasýningunni í Guangzhou í Kína þann 16. nóvember.