Njósnamyndir af nýjum Isuzu D-Max

Þessar njósnamyndir náðust nýlega af nýjum Isuzu D-Max við vetrarprófanir í Svíþjóð en þessi bíll er ekki væntanlegar á markað fyrr en á næsta ári. Eins og sjá má af myndunum er bíllinn áfram byggður á grind svo að Arctic Trucks mun geta komið með AT35 útgáfu af honum líka. Þótt að atriði eins og grill, framstuðari og C-biti séu falin er heildarútlitið greinilegt. Einnig ný ljós, þar með talin U-laga dagljósabúnaður. Þar sem að 1,9 lítra vélin var kynnt árið 2017 er líklegt að hún fái að halda sér í þessum bíl. Búast má við á nýr D-Max verði frumsýndur seinna á þessu ári.

Myndir © AutoMedia