Minni munur á verði Sandero en áður var frá sagt

Vegna fréttar um verð á Dacia Sandero hafði Ásgeir Hólm Sævarsson hjá markaðssviði BL samband við billinn.is og vildi koma á framfæri leiðréttingu. Hann bendir réttilega á að lönd sem framleiða bíla eru ekki með neina tolla er gjöld í verðlistaverði á bílum sem þau selja.

Þessi gjöld eru svo rukkuð þegar kaupandinn skráir nýja bílinn og eru misjöfn eftir löndum. Til dæmis er Svíþjóð með svipað kerfi og á Íslandi meðan að Þýskaland er með 19% vörugjöld ásamt skráningargjöldum. "Dacia Sandero er líka alls ekki eins útbúinn í öllum þessum löndum" segir Ásgeir.

"Bíllinn sem við bjóðum hjá BL er mun betur búinn en grunnútgáfurnar sem eru í boði í þessum löndum og við erum einnig með ríkulegri staðalbúnað, meðan þessi lönd selja búnaðinn sem aukabúnað, eins og varadekk, Metalic málningu, hraðastillir og sjö tommu snertiskjá ásamt leiðsögukerfi" sagði Ásgeir ennfremur. Ásgeir lét fylgja með uppreiknuð verð á bílnum og á þeim má sjá að munurinn er ekki eins mikill og á'ur hafði komið fram. Dacia Sandero kostar á Íslandi 2.250.000 kr en sambærilegur bíll í Þýskalandi 1.560.000 kr, 1.435.000 kr í Svíþjóð og 1.475.000 kr í Bretlandi. Í Finnlandi kostar hann 1.900.000 kr og hæsta verðið á Sandero er í Danmörku eða 2.370.000 kr en ekki á Íslandi eins og áður sagði. Er þessu hér með komið á framfæri.