McLaren Senna GTR tilbúinn á brautina

McLaren hefur frumsýnt endanlega útgáfu Senna GTR keppnisbílsins sem sýndur var sem hugmyndabíll á bílasýningunni í Genf í fyrra. Bíllinn verður aðeins framleiddur í 75 eintökum og verður aðeins fyrir brautarakstur. Hann verður ekki ódýr en eintakið er á 1,1 milljón punda hvert. Bíllinn er búinn fjögurra lítra, 814 hestafla V8 vél sem er með tveimur forþjöppum.

Togið er 800 Newtonmetrar og bíllinn er aðeins 1.188 kíló. Það eru 684 hestöfl á tonnið sem verður að teljast ansi gott.

Mikið hefur verið lagt í loftflæði bílsins sem er stillanlegt og getur náð allt að 1.000 kílóum af niðurtogi á 250 km hraða. Sjálfskiptingin er sjö þrepa og rásstillir "Launch control" er staðalbúnaður ásamt þremur akstursstillingum, Track, Race og Wet sem er fyrir akstur á regndekkjum. Bíllinn kemur á brautirnar í september á þessu ári og hafa öll eintökin þegar verið seld.