Mazda mun frumsýna glænýjan sportjeppa á bílasýningunni í Genf

Mazda Motor Corporation hefur tilkynnt að nýr lítill Mazda sportjeppi muni verða frumsýndur á alþjóðlegu bílasýningunni 2019 í Genf í byrjun mars.

Þetta mun verða önnur gerðin í nýrri kynslóðarlínu fyrirtækisins sem byggir á þróaðari KODO-hönnun og nýrri kynslóð SKYACTIV-hönnun ökutækja Mazda.

Drifrásin mun vera með nýjustu SKYACTIV-vélarnar, þar á meðal byltingarkennda SKYACTIV-X, sem aðlagar einstakar brennsluaðferðir sem sameina afköst bensínvélar með betri svörun dísilvélar.

Afmælisútgáfa MX-5

30 ára afmæliútgáfa Mazda MX-5 mun einnig verða Evrópufrumsýnd í Genf.

Þrír áratugir eru nú frá heimsfrumsýningunni á Chicago Motor Show 1989, og Mazda MX-5 er einn vinsælasti „roadster-sportbíllinn“ í sögunni, með yfir 1 milljón eintök seld um allan heim.

Eina sem Mazda hefur sent frá sér er þessi skuggamynd af nýja sportjeppanum.
Sumir telja að nýi litli sportjeppinn frá Mazda muni verða svipaður Koeru-hugmyndabílnum sem sést hefur á bílasýningum – hugsanlega nýr CX-3
Sérlega sportlegur afturendi á Koeru-hugmyndabílnum er sagður gefa fyrirheit um nýjan Mazda CX-3.
30 ára afmælisútgáfa Mazda MX-5 verður Evrópufrumsýnd í Genf