Lögreglan í Bretlandi prófar símaskynjara

Lögreglan í Hampshire og Thames Valley er um þessar mundir að prófa nýtt tæki sem getur greint þegar ökumenn eru að nota farsíma sína í akstri.

Tæknin kallast Westcotec og getur skynjað merki frá blátannarbúnaði bílsins og hvort að farsími sé í notkun inni í bílnum án þess að vera tengdur við handfrjálsan búnað.

Eins og er verður tækið tengt við ljósaskilti sem að sýnir mynd af farsíma með bannmerki yfir. Tækið hefur þó þann annmarka ennþá að geta ekki greint á milli þess hvort að síminn sem er í notkun sé sími ökumanns eða farþega. Líklegt er þó að með frekar þróun tækisins verði það betra að greina þessa þætti betur og spurningin er hvort að við sjáum fljótlega viðbætur eins og myndavélabúnað.